Regndagurinn mikli.
Eftir „alþjóðlega fararstjóraráðstefnu“ sváfum við út í dag bæði fararstjórar og keppendur, opnunarhátíðin og fararstjórapartýið var stórkostlegt „show“ og mjög skemmtilegt JJJ
Eftir frábært veður undanfarna daga, með svita, bruna og tilheyrandi höfum við upplifað mikið vatnsveður hér í dag. Engin sólarvörn smurð á mannskapinn, þar sem rigndi stanslaust frá hádegi og fram á kvöld. Að spila handbolta á gervigrasi í rigningu er eitthvað sem við þekkjum ekki. Öll liðin okkar duttu út í dag , eldra karlaliðið tapaði fyrir dönum, yngra liðið fyrir norðmönnum og stelpurnar fyrir egyptum (fullklæddum, með höfuðföt) svo nú eru það verslunarferðir og dingl þar til annað kvöld er við höldum heim á leið. Mannskapurinn er í góðu standi fyrir utan tvö sem lentu í samstuði í dag og á sjúkrahús,en eru þó komin heim og líður vel. Við erum búin að styrkja verslanir hér í borg vel og spurning með yfirvigtina??? Hlökkum til að koma heim aftur og sofna í okkar rúmi J
Fararstjórar og þjálfarar