Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild KA

Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að draga lið KA/Þór úr efstu deild í kvennahandbolta og senda liðið í 2.deild/Utandeild í staðinn.
Ástæðan er sú að liðið hefur misst 5 reynslumestu leikmenn sína frá síðasta keppnistímabili, þar af tvo í þessari viku. Því telur stjórn Handkattleiksdeildar KA að yngri leikmönnum sé enginn greiði gerður með því að senda þær í efstu deild, en aðeins 2-3 stúlkur í hópnum hafa reynslu af því að leika þar.

Stefnan er sett á markvissar æfingar í vetur og keppni með það að markmiði að eiga aftur lið á meðal þeirra bestu á næsta hausti.

Stjórn Handknattleiksdeildar KA