Opna Norðlenska mótinu hjá konunum lokið - úrslit allra leikja

Í gær lauk æfingamótinu hjá meistarafloki kvenna. KA/Þór-1 vann alla sína leiki örugglega og sigraði því mótið með fullt hús eða 6 stig. Fylkir hafnaði í öðru sæti með fjögur stig. Afturelding í þriðja sæti með tvö stig en KA/Þór-2 í neðsta sæti án stiga. Margar ungar og efnilegar stúlkur spiluðu með liðum KA/Þór og stóðu sig afar vel.

Úrslit leikjanna urðu sem hér segir:

Föstudagur 7. sept. kl. 19:00 KA/Þór1 – Afturelding 27-21 (15-9)
Föstudagur 7. sept. kl. 20:15 KA/Þór2 – Fylkir 18-26 (8-11)

Laugardagur 8. sept. kl. 11:00 Afturelding – Fylkir 15-23 (12-5)
Laugardagur 8. sept. kl. 12:15 KA/Þór 1 – KA/Þór 2 36-14 (17-8)
Laugardagur 8. sept. kl. 13:45 KA/Þór 2 – Afturelding 15-29 (8-15)
Laugardagur 8. sept. kl. 15:00 KA/Þór 1 – Fylkir 31-20 (11-7)