KA/Þór sýnir nýja búninga - myndir

Stelpurnar í 4. flokki KA/Þór léku um síðustu helgi þrjá leiki í forkeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Aftureldingu sem sigraði 15-19.  Næsti leikur KA/Þór var gegn Haukum og þar unnu KA/Þór stelpurnar tveggja marka sigur 13-11. Í lokaleiknum gerðu KA/Þór og Stjarnan jafntefli 13-13.

KA/Þór stelpurnar léku í nýjum búningum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Þóris Tryggvasonar en þær eru frá Stjörnuleiknum.

Sjá fleiri myndir frá leiknum gegn Stjörnunni.