Í sumar hlaut Unglingaráð handknattleiksdeildar styrk til kaupa á keppnistreyjum fyrir stúlkurnar í yngri flokkum KA/Þór frá
Norðurorku.
Þetta var kærkomin viðbót við það góða starf sem hefur verið unnið í því að styrkja kvennahandboltann frá
því að ákveðið var að sameina hann undir merkjum KA/Þór og framvegis munu stelpurnar keppa í sínum eigin búningum.
Hér má sjá útdrátt úr fréttatilkynningu frá Norðurorku varðandi styrkveitinguna:
„Styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna var úthlutað í dag fimmtudaginn 21. júní við athöfn í sal fyrirtækisins að
Rangárvöllum á Akureyri.
Haustið 2011 ákvað stjórn Norðurorku hf. að fara í endurskoðun á ýmsum
þáttum í stefnumótun félagsins og var einn þeirra styrkveitingar til samfélagsverkefna.
Samþykkt var stefna félagsins
í styrkveitingum og þar með þau grundvallarsjónarmið sem líta skal til við styrkveitingar. Þáttur í nýju ferli var að
auglýsa eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna og leitast við að gera ferlið opnara og gegnsærra þannig að öllum gæfist kostur
á að koma óskum sínum á framfæri við félagið.“
Í kjölfar þessarar vinnu voru síðan birtar auglýsingar um styrki Norðurorku til samfélagsverkefna. Um þetta sagði í frétt
á heimasíðu félagsins að þessu tilefni:
„Veittir eru styrkir til menningar- og lista, íþrótta- og
æskulýðsstarfs og góðgerðarmála. Markmið með styrkjum Norðurorku hf. er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi
frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðlar að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu
mannlífi.“