Fréttir

Skráning og greiðsla æfingagjalda hjá yngri flokkum í handbolta

Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer nú öll í gegnum félagakerfið Nóra á síðunni https://ka.felog.is Með því að skrá iðkendur í þessu kerfi gefst foreldrum kostur á að nýta tómstundaávísunina frá Akureyrarbæ.

Viðtal við Gunnar Ernir, þjálfara KA/Þór

Fyrsti heimaleikur KA/Þór í dag mánud. 22. sept

Í kvöld klukkan 18:00 munu stelpurnar okkar í KA/Þór taka á móti Fram - leikið er í KA heimilinu. Einnig er hér bráðskemmtilegt kynningarmyndband á leikmannahópnum.

3. flokkur karla stendur í ströngu

Um síðustu helgi þá fór 3. flokkur karla suður um heiðar í forkeppni fyrir komandi vetur

Handboltinn hjá krökkunum byrjar eftir helgi

Nú er æfingartafla kominn inná síðuna hjá yngriflokkunum og getið þið séð hvenær ykkar krakkar geta mætt á æfingar. Það geta allir mætt og prófað í september án skuldbindingar.

Æfingar hjá yngri flokkum að hefjast

Æfingataflan fyrir yngriflokkana í handboltanum er nú á lokasprettinum og verður vonandi tilbúin um eða fyrir helgina. Stefnt er á að æfingar hefjist í næstu viku eða á mánudag samkvæmt æfingartöflu. Fylgist með hér á heimasíðunni.

Tveir leikmenn frá Rúmeníu leika með KA/Þór í vetur

Í dag undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning um að leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli. Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.

Æfingaferð meistaraflokks KA/Þór

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður til Reykjavíkur nú á föstudaginn sl. í æfingaferð. Spilaðir voru þrír leikir í borginni, einn á föstudagskvöldinu og tveir á laugardeginum. Liðin sem spilað var við voru Valur, HK og Fylkir.

KA/Þór semur við þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna

Mikill hugur er í fólki á Akureyri fyrir komandi vetri, bæði í karla og kvennahandboltanum og var kvennahandboltinn að tryggja sér einn efnilegasta þjálfara landsins og honum til aðstoðar verður reynsluboltinn Martha Hermannsdóttir í vetur.

4. flokkur karla, handboltaæfingar eru hafnar

Handboltaæfingar eru byrjaðar hjá strákunum í 4. flokki en það eru strákar í 9. og 10. bekk. Þjálfari er enginn annar en Jóhannes Bjarnason. Í vetur verður teflt fram liðum í báðum árgöngum.