Handboltaæfingar eru byrjaðar hjá strákunum í 4. flokki en það eru strákar í 9. og 10. bekk. Þjálfari er enginn annar en Jóhannes Bjarnason. Í vetur verður teflt fram liðum í báðum árgöngum.
Fyrst um sinn verða æfingar klukkan 18:00 á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í KA heimilinu. Strákarnir eiga að koma með bæði inni- og útiföt.
Þessar tímasetningar gilda þar til heildaræfingatafla félagsins birtist.