24.04.2014
4. flokkur kvenna KA/Þór leikur tvo leiki í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Yngra árið í dag, 24.apríl og eldra árið á laugardaginn.
14.04.2014
Akureyrarliðið hefur leikið mjög vel í síðustu leikjum og mikilvægt að enda tímabilið þeim krafti sem liðið hefur sýnt í síðustu leikjum og að áhorfendur láti sitt ekki eftir liggja og taki fullan þátt í fjörinu í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:30.
04.04.2014
Nú á miðvikudagskvöldið mætti Selfoss í heimsókn til að leika við stelpurnar í KA/Þór í 3. flokki kvenna í handbolta. Selfoss er í 3. sæti deildarinnar en KA/Þór í því 7. svo það var búist við erfiðum leik.
31.03.2014
Enn eiga nokkrir eftir að sækja vinningana sína úr jólahappdrætti KA/Þór. Frá og með deginum í dag hefur fólk tvo mánuði til að vitja vinninganna.
24.03.2014
Stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá KA/Þór héldu suður til Reykjavíkur á laugardaginn 22. mars. Þær lögðu þó tvisvar af stað en þurftu að snúa við í Öxnadalnum sökum ófærðar en komust þó á leiðarenda fyrir rest.
21.03.2014
Nú er búið að ákveða að leikur Akureyrar og Vals hefst klukkan 19:30 í dag.
20.03.2014
Handknattleikssamband Íslands býður hér með öllum kvenniðkendum í yngri flokkum ( 3. flokkur kvenna og niður) hjá aðildarfélögum sínum á landsleik Íslands og Frakklands sem fram fer í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 26. mars n.k. kl 19.30.
Þetta er leikur í riðlakeppni fyrir Evrópumótið sem fram fer í Ungverjalandi og Króatíu í desember n.k.
Ísland er í baráttu um að komast á Evrópumótið og er því allur stuðningur vel þeginn.
Vinsamlega mætið í bláu því íslenska liðið kemur til með að spila í bláum búningum.
ÁFRAM ÍSLAND
HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS
18.03.2014
Aðalfundur handknattleiksdeildar KA fer fram miðvikudaginn 26. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 18.00 í KA-heimilinu.
18.03.2014
Síðastliðinn föstudag mætti ÍBV í heimsókn til Akureyrar til að etja kappi við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst fyrr í vetur en þá fór ÍBV með sigurorð í hörkuleik 30-27. ÍBV situr í 3. sæti deildarinnar á meðan KA/Þór situr í 7. sæti og berst fyrir því að komast í úrslitakeppnina en efstu 6 sætin í deildinni gefa sæti í úrslitakeppninni.
14.03.2014
Fimm ungmenni frá KA og KA/Þór hafa verið valin í úrtakshópa fyrir landslið í handboltanum.