13.03.2014
Akureyri heldur suður í dag og mætir Fram í Safamýrinni. Fjórum stigum munar á liðunum og getur Akureyri því blandað sér allverulega í slaginn um sæti í úrslitakeppninni með sigri
10.03.2014
Stelpurnar á yngra ári 4. flokks kvenna spiluðu sinn hvoran leikinn gegn Fram og Fram 2 í gær. KA/Þór 2 spilaði fyrst gegn Fram2 og fóru vægast sagt á kostum. Mikil mannekla var í liðinu þar sem vetrarfríið stóð sem hæst þannig að einungis þrjár úr 99 árgangnum spiluðu leikinn. Auk þess var Heiðbjört markvörður sem staðið hefur vaktina vel á milli stangana í Reykjavík þannig að Sædís Marínósdóttir tók á sig að fara í markið.
10.03.2014
Um helgina kom Fylkir í heimsókn til að spila við KA/Þór í 3. flokki kvenna. Liðin höfðu mæst einu sinni í vetur þar sem Fylkir bar sigurorð af KA/Þór 31-17. Fylkir situr í 2. sæti deildarinnar en KA/Þór í því 7. svo það var búist við erfiðum leik fyrir norðanstúlkur.
27.02.2014
Stelpurnar á eldra ári 4. flokks kvenna hjá KA/Þór fengu HK í heimsókn á miðvikudaginn í undanúrslitum Coca Cola bikarkeppninnar. Þórir Tryggvason var á staðnum og tók myndir á leiknum.
23.02.2014
Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki kvenna hjá KA/Þór mættu ÍR í undanúrslitum í KA heimilinu á sunnudeginum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður á köflum hjá stelpunum en óákveðni í sókninni og einbeitingaleysi í vörninni voru þó áberandi heilt yfir. Þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik fóru stelpurnar inn með 12-9 forystu. Í seinni hálfleik var ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér í Höllina. Vörnin lokaðist, Arnrún hrökk í gang í markinu og sóknarleikurinn varð miklu beittari. Forskotið óx jafnt og þétt og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Það fór svo að stelpurnar lönduðu glæsilegum 26-16 sigri fyrir framan dygga áhorfendur á pöllunum.
19.02.2014
Nú á morgun, fimmtudag, spilar yngra árið hjá 4. flokk kvenna undanúrslitaleik við stolt Breiðholtsins, ÍR í KA heimilinu.
Það þarf ekkert að fara í einhverjar málalengingar hvað er undir í þessum leik, ferð í Höllina í sjálfan bikarúrslitaleikinn.
ÍR stelpurnar munu eflaust selja sig dýrt en stuðningur foreldra og Akureyringa almennt getur skipt höfuð máli.
Formaður unglingaráðs, Jón Árelíus mun persónulega gefa þeim áhorfanda sem styður hvað best, eitt stykki high five og prins póló í leikslok.
Fjölmennum á pallana á morgun klukkan 18:00 í KA heimilinu og búum til alvöru bikarstemmingu!
19.02.2014
Stjörnuhraðlestin hélt áfram sigurgöngu sinni þegar þær mættu norður yfir heiðar í dag og unnu stórsigur 16-33 á KA/Þór.
17.02.2014
Yngra ár 4. flokks kvenna styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar nú um helgina með góðum sigrum gegn Haukum og ÍBV í Reykjavík. Haukaliðið spilar hraðan og skemmtilegan bolta og því erfiðar heim að sækja en norðanstúlkur náðu þó fljótt undirtökunum og héldu þeim allt til enda.
ÍBV er síðan höfuð andstæðingurinn í deildinni enda bæði lið taplaus fyrir þessa viðureign og eina stigið sem hvort liðið hafði tapað var í jafnteflisleik þessara tveggja liða í haust.
Leikurinn var í járnum frá upphafi og frá 10 mínútu voru ÍBV skrefi á undan. KA/Þór stelpurnar voru stressaðar og spiluðu illa í sókninni en vörn og markvarsla hélt þeim inn í leiknum. Á síðustu mínútunum náðu KA/Þór stelpur loksins yfirhöndinni. Arnrún Guðmundsdóttir varði víti frá aðal skyttu ÍBV og KA/Þór fór upp í sókn sem endaði með að varnarbuffið Helena Arnbjörg fór inn úr öfugu horni og gróf boltann í fjærhornið og kom KA/Þór í 17-16 og rétt tæpar tvær mínútur eftir. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, vörn KA/Þórs stóðst öll áhlaup sem ÍBV gerði enda náðu eyjastúlkur ekki skoti á markið síðustu tvær mínúturnar. Það gerðu norðan stúlkur hins vegar, tvö skot í slánna og niður en inn vildi boltinn ekki. Eflaust til að stytta ævi þjálfaranna um einhver ár sökum hjartaskemmda.
10.02.2014
Í dag mættust KA/Þór og FH í 3. flokki kvenna en leikið var í KA-heimilinu. Stelpurnar í KA/Þór mættu vel stemmdar í leikinn þar sem þær ætla sér í úrslitakeppnina og þurfa því að næla sér í sem flest stig í þeim leikjum sem eftir eru.
10.02.2014
Á laugardaginn mættust KA/Þór og FH í Olís-deild kvenna. Leikurinn byrjaði rólega og var mikið jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. FH var þó skrefi á undan, komust tveimur mörkum yfir en stelpurnar í KA/Þór létu það þó ekki á sig fá og náðu að jafna leikinn og þannig stóðu leikar í hálfleik, 11-11.