KA/Þór semur við þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna

Gunnar Ernir Birgisson og Martha Hermannsdóttir skrifuðu undir samninga við handknattleiksdeild KA í vikunni en Gunnar verður þjálfari liðsins og mun Martha aðstoða hann ásamt því að leika með liðinu. Gunnar var aðstoðarþjálfari liðsins í fyrravetur en hann er einn efnilegasti þjálfari landsins. Við hjá KA/Þór erum skýum ofar að hafa hann innan okkar liðs og höfum við fulla trú á honum að ná því besta út úr liðinu í vetur.

 

Martha, sem var einn besti leikmaður Olís-deildar kvenna í fyrra, ætlar að miðla af reynslu sinni til yngri stúlkna í liðinu og vera spilandi aðstoðarþjálfari. Það má því segja að þau hjónakornin, Martha og Heimir Örn Árnason verði í aðalhlutverkum í vetur í handboltalífinu á Akureyri en Heimir er einn af tveimur þjálfurum Akureyrar. 

 

Á meðfylgjandi mynd eru þau Gunnar og Martha að handsala samningana við formann hkd. KA hann Siguróla Magna Sigurðsson