Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer nú öll í gegnum félagakerfið Nóra á síðunni https://ka.felog.is Með því að skrá iðkendur í þessu kerfi gefst foreldrum kostur á að nýta tómstundaávísunina frá Akureyrarbæ.
Á heimasíðu KA er valið handbolti yngri flokkar æfingatafla. Þar eru allar upplýsingar um æfingagjöld flokkanna og hvernig skráningin fer fram.
Foreldrar sjá sjálfir um að skrá iðkendur og velja greiðsluform. Hægt er að skipta greiðslum á 1-4 greiðsluseðla eða 1-8 gjaldfærslur af kreditkorti. Athugið að 390 kr. seðilgjald bætist við hvern greiðsluseðil en engin aukakostnaður leggst við kreditkortafærslur. Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, KA kemur ekki til með að geyma neinar kortaupplýsingar.
Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið einhverjar fyrirspurnir um skráninguna hafið þá samband við Siggu gjaldkera, sigga@framtal.com eða í síma 892-2612