Skráning og greiðsla æfingagjalda hjá yngri flokkum í handbolta

Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer nú öll í gegnum félagakerfið Nóra á síðunni https://ka.felog.is    Með því að skrá iðkendur í þessu kerfi gefst foreldrum kostur á að nýta tómstundaávísunina frá Akureyrarbæ.
Á heimasíðu KA er valið handbolti – yngri flokkar – æfingatafla.  Þar eru allar upplýsingar um æfingagjöld flokkanna og hvernig skráningin fer fram.
Foreldrar sjá sjálfir um að skrá iðkendur og velja greiðsluform.  Hægt er að skipta greiðslum á 1-4 greiðsluseðla eða 1-8 gjaldfærslur af kreditkorti.  Athugið að 390 kr. seðilgjald bætist við hvern greiðsluseðil en engin aukakostnaður leggst við kreditkortafærslur.  Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, KA kemur ekki til með að geyma neinar kortaupplýsingar.
Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið einhverjar fyrirspurnir um skráninguna hafið þá samband við Siggu gjaldkera, sigga@framtal.com   eða í síma 892-2612