Fréttir

Fréttatilkynning: Um málefni Akureyri Handboltafélags

Fréttaflutningur undanfarnar vikur um málefni Akureyri Handboltafélags og möguleg slit á samstarfssamningi KA og Þór um félagið eru úr lausu lofti gripnar. Þessu vilja forsvarsmenn KA, Þór og Akureyri Handboltafélags koma á framfæri með þessari fréttatilkynningu.

Mikil handboltahelgi framundan

Það er óhætt að segja að handboltinn verði fyrirferðamikill á Akureyri um komandi helgi. Akureyri mætir Val á sunnudaginn. Hamrarnir leika í KA heimilinu á laugardag, strákarnir í 4. og 3. flokki spila heimaleiki.

Heimkoma bikarmeistaranna

Þórir Tryggvason var mættur við KA heimilið í gærkvöldi og smellti af nokkrum myndum af meisturunum.

Fylgstu með stelpunum í úrslitaleiknum

Bikarúrslitaleikur 4. flokks kvenna eldra árs er sýndur í beinni útsendingu hér á síðunni klukkan 13:00 á sunnudag!

Eldra ár 4. flokks kvenna í bikarúrslit annað árið í röð!

Stelpurnar á eldra ári 4. flokks kvenna mættu Stjörnunni í Garðabæ í gær í undanúrslitum bikars.

Leikur dagsins: Akureyri - Stjarnan í Íþróttahöllinni

Seinkun á leiknum - á að hefjast klukkan 20:30. Það er komið að leikdegi hjá Akureyri Handboltafélagi, meira að segja heimaleik. Það er Stjarnan úr Garðabæ sem mætir í Höllina í kvöld.

Sunnudagsleikurinn: Akureyri – Valur í bikarnum

Það er enginn smáleikur sem verður boðið uppá í Íþróttahöllinni á sunnudaginn klukkan 16:00, bikarleikur gegn toppliði Olís-deildarinnar, Val.

Fyrsti leikur Akureyrar á árinu, heimaleikur gegn ÍR

Á fimmtudaginn mæta ÍR-ingar undir stjórn góðkunningja okkar Bjarna Fritzsonar í Íþróttahöllina en sá leikur er liður í Olís-deildinni og hefst hann á hefðbundnum tíma klukkan 19:00.

3. flokkur KA/Þór í undanúrslit í bikarnum - myndir

Á föstudagskvöldið fór fram leikur í 8-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í 3. flokki kvenna. Þar áttust við heimastúlkur í KA/Þór og HK

KA/ÞÓR - FH | 31. JAN - KL. 14:00| KA HEIMILIÐ