22.11.2014
4. flokkur kvenna fór suður nú um helgina. Fyrir lágu tveir leikir hjá yngra ári og tveir leikir á eldra ári.
Eldra árið spilaði á föstudegi gegn liði HK í Digranesi. Liðið var heldur vængbrotið þar sem hægri skyttan Lísbet komst ekki með í ferðina auk þess sem Arnrún markmaður var að blakast á Austurlandi. Því var öllu verra þegar miðjumaðurinn Aldís Heimisdóttir tók upp á því að ná sér í umgangspest á föstudagsmorguninn.
17.11.2014
Eldra ár 4. flokks kvenna er komið áfram eftir góðan sigur á Þrótti í KA heimilinu í gær. Leikurinn var í þokkalegu jafnvægi fyrsta korterið en heimastúlkur þó alltaf skrefinu á undan. Staðan 14-9 í hálfleik.
16.11.2014
Stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá KA/Þór léku um helgina við Fjölni í 1. deildinni. KA/Þór voru fyrir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 4 stig í deildinni eftir fimm leiki þar sem þær unnu Gróttu í fyrsta leik tímabilsins og unnu svo Val um síðustu helgi í baráttuleik.
15.11.2014
6. flokks mót yngra ár karla og kvenna verður haldið á Akureyri helgina 14-16.nóvember n.k.
Leikið verður í KA heimilinu, Íþróttahöllinni og Síðuskóla, ekki þó allan tímann í öllum húsunum.
Hægt verður að sjá leikskipulag í íþróttahúsunum.
12.11.2014
Á morgun, fimmtudag er komið að heimaleik Akureyrar gegn HK, lærisveinum Bjarka Sigurðssonar. Þetta er leikur í 10. umferð Olís deildarinnar og hefst þar með annar hluti deildarinnar
05.11.2014
Atli hóf störf síðasta föstudag og stýrir liðinu í sínum fyrsta leik á morgun, fimmtudag í heimaleik gegn Aftureldingu.
30.10.2014
Í morgun var gengið frá ráðningu Atla Hilmarssonar til Akureyrar Handboltafélags og tekur Atli við starfi Heimis Arnar Árnasonar. Heimir Örn óskaði sjálfur eftir að verða leystur frá þjálfarahlutverkinu en hefur fullan hug á að koma inn í leikmannahóp liðsins.
23.10.2014
Akureyri mætir í Breiðholtið á laugardaginn og mætir ÍR klukkan 15:30. Sama dag á KA/Þór útileik við Fylki í Olís deild kvenna og hefst sá leikur klukkan 15:00 í Fylkishöllinni.