09.08.2014
Nú er handboltinn að fara af stað aftur, verið er að leggja síðustu hönd á ráðningar þjálfara og byrjað að vinna á fullu í gerð æfingartöflu.
Foreldrar geta fylgst með hér á heimasíðunni gangi mála og séð inná sínum flokkum þjálfara flokkanna og upplýsingar um þá ef þið viljið hafa samband við þá. 3. og 4. flokkur er að byrja þessa dagana á æfingum og yngri krakkarnir byrja flestir um næstu mánaðarmót.
30.06.2014
Birta Fönn Sveinsdóttir handboltakona úr KA/Þór er þessa dagana í Gautaborg í Svíþjóð að keppa með U-18 ára landsliði Íslands á opna EM mótinu. Fyrsti leikur liðsins var í dag og unnu þær öruggan sigur á Austurríki og skoraði Birta 2 mörk. Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef HSÍ.
30.06.2014
Nú verður þessi fríði hópur á Partille Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Allir vel stemmdir þegar þeir lögðu af stað og frábærir þjálfara og farastjórar sem fylgdu með. Nánar er hægt að fylgjast með á heimasíðunni partillecup.com og Facebook síðu Partille Cup.
03.06.2014
Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna.
26.05.2014
Það var mikið fjör í KA heimilinu á lokahófi yngriflokkanna. Myndirnar tala sínu máli.
20.05.2014
Lokahóf yngriflokkanna verður í KA heimlinu fimmtudaginn 22. maí kl. 18.30-20.30.
Þar verður farið í leiki, verðlaun veitt fyrir árangur vetrarins og pizzuveilsa frá Greifanum.
Allir iðkendur að mæta með fjölskylduna með sér.
08.05.2014
Fyrir nokkru greindum við frá því að KA/Þór varð B-Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna árið 2014. Nú hafa okkur borist myndir frá úrslitakeppninni sem fara hér á eftir:
04.05.2014
Það er ljóst að það er mikill og góður efniviður sem félagið á í þessum strákum sem örugglega koma enn sterkari til leiks næsta haust til átaka við ný verkefni.
30.04.2014
Á síðustu sex dögum hafa bæði liðin hjá 4. flokki kvenna hjá KA/Þór spilað sína leiki í úrslitakeppninni
24.04.2014
Um helgina fer fram lokaumferð Íslandsmótsins hjá eldra ári 6. flokks karla. Leikið er í KA heimilinu og Síðuskóla frá kl. 8:00 á laugardag til kl. 13:30 á sunnudag. Við ætlum að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.