Fylgstu með stelpunum í úrslitaleiknum

4. fl KA/Þór fagna sæti í úrslitaleiknum
4. fl KA/Þór fagna sæti í úrslitaleiknum

Bikarúrslitaleikir yngri flokkanna í handbolta eru sunnudaginn 1. mars í Laugardalshöllinni. Fulltrúar Akureyringa í úrslitunum eru stelpurnar á eldra ári 4. flokks KA/Þór en þær mæta Fylki og hefst leikurinn klukkan 13:00.

Allir úrslitaleikirnir eru í beinni útsendingu á SportTV.is sem er aðgengileg hér neðar á síðunni.