Bikarmeistarar KA/Þór í 4. flokki kvenna fengu höfðinglegar móttökur þegar þær komu til Akureyrar um klukkan 23:30 í gærkvöldi. Unglingaráð KA tók á móti hópnum og afhenti rósir í viðurkenningarskyni.
Eftir úrslitaleikinn fóru stelpurnar í Framhúsið þar sem þær studdu dyggilega við bakið á meistaraflokki Akureyrar í sigri þeirra á Fram og endurguldu þar stuðninginn sem strákarnir sýndu þeim í bikarúrslitaleiknum.
Til hamingju með bikarmeistaratitilinn
Þórir Tryggvason var mættur við KA heimilið í gærkvöldi og smellti af nokkrum myndum af meisturunum.
Hér er svo hægt að skoða myndasyrpu frá úrslitaleiknum og heimkomunni.