Fréttatilkynning: Um málefni Akureyri Handboltafélags

Fréttaflutningur undanfarnar vikur um málefni Akureyri Handboltafélags og möguleg slit á samstarfssamningi KA og Þór um félagið eru úr lausu lofti gripnar. Þessu vilja forsvarsmenn KA, Þór og Akureyri Handboltafélags koma á framfæri með þessari fréttatilkynningu.

KA og Þór gerðu með sér samning árið 2010, til 10 ára, um að tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla í handknattleik. Í þeim samningi var endurskoðunarákvæði, að samninginn skyldi endurskoða að fimm árum liðnum eða árið 2015.

Eftir góða fundi félaganna á milli er einhugur um áframhaldandi og óbreytt samstarf um Akureyri Handboltafélag.

Akureyri 6. mars 2015
Fyrir hönd Akureyri Handboltafélags Hannes Karlsson
Fyrir hönd KA Sævar Pétursson 
Fyrir hönd Þórs Eiður Arnar Pálmason

Til upprifjunar bendum við á að þann 11. nóvember 2010 innsigluðu Hrefna Torfadóttir, formaður KA og Sigfús Helgason, þáverandi formaður Þórs nýjan samning til tíu ára um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur á Akureyri Handboltafélagi.

Það var gert í Íþróttahöllinni að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum áður en leikur Akureyrar og Selfoss hófst.

Hér á eftir fara myndir Þóris Tryggvasonar frá því tilefni.


Sigfús Helgason og Hrefna Torfadóttir staðfesta samninginn


Samkomulagið staðfest með kossi


Húrra fyrir KA, Þór og Akureyri Handboltafélagi