Fréttir

Dregið í happdrætti fótboltans í vikunni

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur verið að selja happdrættismiða til styrktar starfinu í kringum liðið. Til stóð að draga í happdrættinu í dag en því hefur verið frestað til mánudags þar sem að starfsdagur er hjá Sýslumanni á Akureyri

Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins

Íslandsmeistarar Þór/KA eru komnir í úrslit Lengjubikarsins eftir 1-0 sigur á Breiðablik í kvöld. Bæði lið eru ógnarsterk og er búist við miklu af þeim í sumar enda voru þetta tvö efstu liðin í Pepsi deildinni á síðasta tímabili

Fer Þór/KA í úrslit Lengjubikarsins?

Íslandsmeistarar Þór/KA mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, föstudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Leiknisvelli. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo Stjarnan og Valur

Bjarni Mark til liðs við KA

Knattspyrnudeild KA og Bjarni Mark Antonsson hafa komist að samkomulagi um að Bjarni gangi til liðs við KA. Bjarni lék með KA í 1. deildinni sumarið 2014 og lék alls 3 leiki fyrir félagið það sumar

Stöðugur gestagangur hjá Söndru í Prag

Nú er farið að styttast í knattspyrnusumarið og eru bæði KA og Þór/KA í lokaundirbúning fyrir tímabilið. Fyrirliði Þórs/KA hún Sandra María Jessen hefur þó alls ekki verið í venjulegum undirbúningi enda var hún lánuð til Tékkneska stórliðsins Slavia Prag. Lánssamningi hennar lýkur í lok apríl og verður því með Íslandsmeistaraliði Þórs/KA í allt sumar

Ný 7 manna stjórn Knattspyrnudeildar

Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA var haldinn í KA-Heimilinu í vikunni og var þá kosið í nýja stjórn. Eiríkur S. Jóhannsson formaður steig til hliðar og það gerði Anna Birna Sæmundsdóttir einnig. Við þökkum þeim kærlega fyrir flott störf fyrir deildina en þau verða að sjálfsögðu áfram áberandi í starfinu okkar

KA úr leik í Lengjubikarnum

KA tók á móti Grindavík í Boganum í undanúrslitum Lengjubikarsins í dag. Liðin mættust einnig í undanúrslitum keppninnar í fyrra og mátti því búast við hörkuleik sem úr varð

KA mætir Grindavík í Boganum á Skírdag

KA tekur á móti Grindavík í undanúrslitum Lengjubikarsins í Boganum á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 14:00 og tryggir sigurliðið sér þátttökurétt í úrslitaleik Lengjubikarsins

Þór/KA tryggði sig áfram í Lengjubikarnum

Íslandsmeistarar Þórs/KA eru komnir áfram í undanúrslit Lengjubikarsins eftir góðan 3-1 sigur á FH í lokaleik riðlakeppninnar. Önnur lið eiga enn leik eftir og því kemur í ljós eftir nokkra daga hver andstæðingur liðsins í undanúrslitunum verður

Aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 27. mars kl. 20:00