11.05.2018
KA leikur sinn fyrsta heimaleik í sumar þegar liðið tekur á móti ÍBV á Akureyrarvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Mikil eftirvænting er í loftinu enda búist við miklu af okkar liði í sumar og gaman að fá loksins heimaleik
09.05.2018
Stelpurnar í Þór/KA höluðu inn góðum sigri í kvöld þegar liðið tók á móti nýliðum HK/Víkings í Boganum. Það var ljóst að stelpurnar myndu þurfa góðan skammt af þolinmæði enda sterkari aðilinn fyrir fram
09.05.2018
Undanfarin ár hefur maður leiksins í heimaleikjum KA í fótboltanum verið verðlaunaður með glæsilegum pakka frá Nivea. Þetta vel heppnaða samstarf mun halda áfram í sumar og verða pakkarnir meira að segja enn veglegri í sumar en undanfarin ár
08.05.2018
Íslandsmeistarar Þórs/KA hófu sumarið af gríðarlegum krafti þegar liðið vann 0-5 útisigur á Grindavík í fyrsta leik sumarsins. Á morgun, miðvikudag, er svo komið að fyrsta heimaleiknum þegar sameinað lið HK og Víkings mætir norður en leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 18:00.
07.05.2018
Á morgun, þriðjudag, ætlum við að taka til hendinni á Akureyrarvelli. Vinnudagurinn hefst kl. 16:30 og stendur eitthvað frameftir. Allar hendur vel þegnar til þess að koma vellinum okkar í toppstand fyrir fyrsta heimaleik sem er á laugardaginn!
Við verðum búin fyrir Eurovision!
06.05.2018
KA mætti Fylkismönnum í Egilshöll í dag í annarri umferð Pepsi deildar karla. KA var þarna að leika sinn annan leik í Egilshöllinni en liðið gerði 2-2 jafntefli við Fjölni í fyrstu umferðinni en Fylkismenn höfðu tapað 1-0 gegn Víkingi í sínum leik
05.05.2018
Titilvörn Íslandsmeistaranna í Þór/KA hófst í dag og það með glæsibrag þegar stelpurnar sóttu Grindavík heim. Á síðustu leiktíð tapaðist leikurinn í Grindavík en það var alveg ljóst frá fyrstu mínútu að það myndi ekki endurtaka sig hér í dag
05.05.2018
KA liðið leikur sinn annan leik í Pepsi deildinni á morgun, sunnudag, þegar liðið sækir Fylkismenn heim í Egilshöllina klukkan 17:00. KA liðið gerði 2-2 jafntefli einmitt í Egilshöll í fyrstu umferð gegn Fjölnismönnum en Fylkismenn töpuðu á sama tíma 1-0 gegn Víkingum
04.05.2018
Pepsi deild kvenna er komin af stað og fyrsti leikur Íslandsmeistara Þórs/KA er á morgun á Grindavíkurvelli þegar liðið sækir Grindavík heim. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og er um að gera að drífa sig á völlinn ef þið eruð fyrir sunnan
04.05.2018
KA og Stefna hafa undanfarin ár haldið svokölluð Stefnumót í fótbolta fyrir yngri flokka í Boganum. Á morgun, laugardag, fer fram Stefnumót fyrir 6.-8. flokk hjá strákum og stelpum. Það er ljóst að það verður gríðarlegt fjör á svæðinu en mótið hefst klukkan 9:40 og lýkur um klukkan 18:00