Fréttir

Hallgrímur Jónasson í KA (viðtal)

Hallgrímur Jónasson hefur gert 4 ára samning við KA. Hallgrímur hefur síðustu ár spilaði í Danmörku og verður mikill og góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Pepsideildinni næsta sumar. Hallgrímur á að baki 16 landsleiki fyrir Íslandshönd og eru þetta miklar gleðifréttir fyrir félagið

Knattspyrnudeild boðar til blaðamannafundar

Knattspyrnudeild KA boðar til blaðamannafundar kl. 16:30 í dag í félagsheimili KA. Heitt kaffi og kruðerí í boði, allir velkomnir.

Breytingar á þjálfarateymi KA | Rajko hættir að spila

Breytingar hafa orðið á þjálfarateymi KA en Eggert Sigmundsson hefur látið af störfum sem markmannsþjálfari og tekur Srdjan Rajkovic Rajko við af honum. Þá mun Rajko ekki leika með liðinu á næsta tímabili. Eggerti eru þökkuð gríðarlega vel unnin og óeigingjörn störf fyrir KA.

Davíð Rúnar til liðs við Magna

Davíð Rúnar Bjarnason er genginn til liðs við félaga okkar frá Grenivík. Við þökkum Davíð kærlega fyrir hans þjónustu fyrir KA.

KA sigraði Völsung 7-1

KA sigraði Völsung í æfingaleik í Boganum á laugardaginn, 7-0.

Knattspyrnuskóli KA

Laugardaginn 16. desember ætlar KA að bjóða upp á knattspyrnuskóla í Boganum

Þrír ungir og efnilegir með sína fyrstu samninga við KA

Þeir Aron Elí Gíslason, Andri Snær Sævarsson og Hjörvar Sigurgeirsson skrifuðu í dag undir sína fyrstu samninga við KA.

Hrannar Björn framlengir við KA

Hrannar Björg Steingrímsson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA. Samningurinn gildir út tímabilið 2019.

Aron Dagur og Daníel með U19 til Búlgaríu

Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson hafa verið valdir til þess að fara með U19 ára landsliði Íslands til Búlgaíru til þess að keppa í undankeppni EM2018. Þeir verða með liðinu dagana 5.-15. nóvember en Þorvaldur Örlygsson er þjálfari U19 ára liðsins.

Anna Rakel til æfinga hjá Göteborg

Anna Rakel Pétursdóttir leikmaður Íslandsmeistaraliðs Þórs/KA hefur fengið boð um að koma til æfinga hjá úrvalsdeildarliði Göteborg FC í Svíþjóð. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir Önnu Rakel en hún átti frábært sumar í ár og var nýlega valin í fyrsta skiptið í A-landslið Íslands