03.05.2018
Það styttist í fyrsta heimaleik KA í Pepsi deildinni í sumar og er sala ársmiða farin á fullt hjá okkur. Það er ein breyting á ársmiðunum hjá okkur í ár en hún felur í sér að hver miði gefur aðgang að 15 leikjum í sumar þrátt fyrir að KA leiki einungis 11 heimaleiki. Þannig að ef að þú kemst á alla leikina í sumar þá getur þú 4 sinnum boðið með þér á leik, eða ef þú kemst 8 sinnum þá geturðu 7 sinnum boðið með þér
03.05.2018
Dregið var í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu á dögunum og eftirfarandi númer fengu vinning. Einhverjir hafa nú þegar sótt sína vinninga en við hvetjum ykkur sem ekki hafið sótt til að koma í KA-Heimilið í dag milli klukkan 16:00 og 18:00
03.05.2018
Í dag var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í hádeginu og var KA í pottinum eftir 1-2 sigur á Haukum á þriðjudaginn. Það er ljóst að KA þarf að mæta aftur í Hafnarfjörðinn því að liðið fékk það verðuga verkefni að mæta FH á Kaplakrika
02.05.2018
Það er farið að styttast í að Pepsi deild kvenna hefjist og birti Fotbolti.net spá sína fyrir deildina í dag. Spekingarnir þar spá Þór/KA Íslandsmeistaratitlinum en stelpurnar eru einmitt ríkjandi meistarar og urðu í síðustu viku bæði Deildabikarmeistarar og Meistarar Meistaranna. Fyrsti leikur hjá liðinu í sumar er á laugardaginn þegar liðið sækir Grindavík heim
01.05.2018
KA liðið hóf þátttöku sína í Mjólkurbikarnum í dag þegar liðið sótti Hauka heim á Ásvöllum í Hafnarfirði, í hríðarhraglanda.
01.05.2018
Bikarslagur Hauka og KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins sem fer fram í dag klukkan 14:00 að Ásvöllum verður í beinni á KA-TV. Hægt er að nálgast útsendinguna hér fyrir neðan en við hvetjum að sjálfsögðu alla þá sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana til sigurs, áfram KA!
30.04.2018
KA sækir Hauka heim að Ásvöllum á morgun í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja strákana áfram í bikarnum
29.04.2018
Stelpurnar í Þór/KA halda áfram að raða inn titlunum en í dag lögðu þær ÍBV í slagnum um titilinn meistari meistaranna. Þór/KA varð eins og alþjóð veit Íslandsmeistari á síðustu leiktíð en ÍBV hampaði Bikarmeistaratitlinum. Leikurinn fór fram á KA-velli og var fín mæting á völlinn
29.04.2018
Það fer fram stórleikur á KA-velli í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA taka á móti Bikarmeisturum ÍBV í leik Meistara Meistaranna. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og má búast við hörkuleik enda slagur þeirra liða sem hömpuðu stóru bikurunum á síðasta tímabili
28.04.2018
Fjölnir og KA gerðu 2-2 jafntefli í Egilshöllinni í dag í fyrstu umferð Pepsi deildar karla. Fyrri hálfleikur var gríðarlega fjörugur og komu öll mörkin einmitt í fyrri hálfleik, sá síðari var hinsvegar mun rólegri og var lítið um færi. Leikmenn og þjálfarar beggja liða voru teknir í viðtöl af hinum ýmsu miðlum og birtum við þau hér fyrir neðan