Íslandsmeistarar Þór/KA mæta Breiðablik í undanúrslitum Lengjubikarsins á morgun, föstudag. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram á Leiknisvelli. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast svo Stjarnan og Valur.
Þór/KA varð Lengjubikarmeistari árið 2009 en Breiðablik er hinsvegar sigursælasta liðið í keppninni og hefur hampað titlinum sex sinnum. Liðin mættust í Boganum í riðlakeppninni og fór sá leikur 1-1, það er ljóst að það verður hörkuleikur annaðkvöld.