Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur verið að selja happdrættismiða til styrktar starfinu í kringum liðið. Til stóð að draga í happdrættinu í dag en því hefur verið frestað til næstu viku þar sem að starfsdagur er hjá Sýslumanni á Akureyri og lítil starfsemi.
Það verður því dregið í vikunni og munum við tilkynna um sigurmiðana strax að drætti loknum.