Fréttir

Tölfræði KA sumarið 2017

Þá er keppnistímabilinu lokið þetta sumarið og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega. Við höfum tekið saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr gagnagrunn KSÍ ásamt upplýsingum sem heimasíðan tók saman í sumar

Callum Williams áfram hjá KA

KA og Callum Williams hafa komist að samkomulagi um að Bretinn stóri og stæðilegi leiki áfram með KA næstu tvö árin. Þetta eru góðar fréttir enda hefur Callum leikið stórt hlutverk með KA undanfarin þrjú ár.

Sandra Mayor og Bianca Sierra áfram hjá Þór/KA

Þær Sandra Stephany Mayor og Bianca Sierra skrifuðu nú í kvöld undir nýjan samning við Íslandsmeistara Þórs/KA og leika því með liðinu á næstu leiktíð. Þetta eru frábærar fréttir enda eru þær algjörir lykilmenn í liðinu

Lokahófið: Hallgrímur Mar bestur (myndband og myndir)

Í gær fór fram lokahóf knattspyrnudeildar KA og var mikil gleði á svæðinu enda má með sanni segja að liðið hafi staðið sig með prýði í sumar og leikur áfram í deild þeirra bestu næsta ár. Eins og venja er voru nokkrir aðilar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína yfir tímabilið

Tap gegn ÍBV í lokaumferðinni

KA og ÍBV mættust í dag í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í Vestmannaeyjum. Heimamenn í ÍBV fóru með 3-0 sigur af hólmi.

Myndband af Íslandsmeisturum Þór/KA

Þór/KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu sumarið 2017 en liðið kom mörgum á óvart en liðinu hafði verið spáð 4. sætinu fyrir mót. Þrátt fyrir það var liðið á toppi deildarinnar frá fyrsta leik og átti Íslandsmeistaratitilinn svo sannarlega skilinn

Þór/KA Íslandsmeistari 2017! (myndir)

Kvennalið Þórs/KA tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn eftir 2-0 sigur á FH á Þórsvelli fyrir framan stóran fjölda áhorfenda. Sigurinn var torsóttur en stelpurnar sýndu gríðarlegan karakter að halda áfram til enda og tryggja titilinn

Ásgeir í U21 landsliðinu

Ásgeir Sigurgeirsson leikmaður KA hefur verið valinn í U21 landslið Íslands sem mætir Slóvakíu og Albaníu ytra í byrjun október.

Frítt á lokaleik Þórs/KA - bikarinn undir

Kvennalið Þórs/KA leikur lokaleik sinn í Pepsi deildinni á fimmtudaginn þegar FH kemur í heimsókn. Það er hreinlega allt undir í leiknum en með sigri tryggja stelpurnar sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 16:15 á Þórsvelli og viljum við sjá fulla stúku enda eiga stelpurnar það svo sannarlega skilið eftir frábært sumar

Sigur á Grindavík

KA og Grindavík mættust í dag í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á Akureyrarvelli. KA hafði betur 2-1 í hörkuleik.