23.09.2017
Á morgun, sunnudag, tekur KA á móti Grindavík í Pepsi-deild karla. Leikurinn hefst kl. 14:00 á Akureyrarvelli. Þetta er síðasti heimaleikur KA í sumar í Pepis-deildinni en með sigri er ljóst að KA mun enda í efri hluta deildarinnar.
Nú er síðasta tækifærið fyrir iðkendur KA að mæta á völlinn og berja stjörnurnar sínar augum. Sýnum strákunum stuðning í verki og mætum.
Eins og vanalega verða seldir hamborgarar á vægu verði fyrir leik og þá munu Schiöthararnir vera með hoppukastala og léttar veitingar við Njálsbúð. Völlurinn opnar 13:00 en leikurinn hefst 14:00. Aðgangseyrir er 2000kr en frítt er fyrir alla iðkendur KA!
Stöndum saman, klárum verkefnið - áfram KA!
23.09.2017
Þór/KA sótti Grindavík heim í næst síðustu umferð Pepsi deildar kvenna í fótboltanum. Fyrir leikinn var ljóst að með sigri myndi liðið tryggja sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn en Grindavíkurliðið hefur átt flotta leiki að undanförnu og var því ljóst að sigur í leiknum yrði sko ekki gefinn
19.09.2017
KA og Þór mættust í dag í lokaumferð 2.flokks karla í B-deild. Leikurinn fór fram á Þórsvelli að viðstöddum fjölda manns. KA vann leikinn 2-5 í fjörugum leik.
17.09.2017
KA og KR gerðu í dag markalaust jafntefli í Vesturbænum í 20. umferð Pepsi-deildarinnar.
16.09.2017
Í dag eignaðist KA tvö Íslandsmeistaralið þegar að 2. flokku kvenna Þór/KA/Hamrarnir og 3. flokkur karla B-lið urðu Íslandsmeistarar.
14.09.2017
KA og Valur gerðu í dag 1-1 jafntefli 19. umferð Pepsi-deildarinnar á Akureyrarvelli. Elfar Árni kom KA yfir í upphafi síðari hálfleiks en Guðjón Pétur jafnaði fyrir Val um miðbik seinni hálfleiks úr vítaspyrnu.
11.09.2017
KA beið í gær í lægri hlut gegn Skagamönnum í 18. umferð Pepsi deildar karla.
10.09.2017
KA mætir ÍA á Akranesi í dag klukkan 17:00 en þetta er fyrsti leikur liðsins eftir landsleikjapásuna. KA vann 5-0 stórsigur á Víkingi Ólafsvík í síðasta leik og eru strákarnir staðráðnir í að halda áfram á beinu brautinni.
04.09.2017
Kvennalið Þórs/KA vann í kvöld frábæran 3-0 sigur á Stjörnunni á Þórsvelli en á sama tíma vann Breiðablik lið ÍBV þannig að það er enn barátta um Íslandsmeistaratitilinn þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
03.09.2017
Kvennalið Þórs/KA á stórleik á morgun, mánudag, þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Stjörnunnar koma í heimsókn á Þórsvöll en leikurinn hefst klukkan 17:30.