Fréttir

KA3 tapaði fyrir KF

KA3 var grátlega nálægt því að ná í stig gegn KF í B-deild Kjarnafæðimótsins í gær.

KA og Þór skildu jöfn

KA og Þór skildu jöfn, 1-1, í Kjarnafæðismótinu A-deild í gær.

KA2 burstaði Þór2

KA2 vann Þór2 5-1 í Kjarnafæðismótinu á miðvikudaginn

Þór/KA átti 3 fulltrúa í leiknum gegn Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lék í dag æfingaleik gegn því Norska en leikurinn fór fram á Spáni. Íslandsmeistaralið Þórs/KA átti hvorki fleiri né færri en 3 fulltrúa í íslenska liðinu en það voru þær Sandra María Jessen, Anna Rakel Pétursdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir

KA2 með öruggan sigur á KF

KA2 lék við KF í Kjarnafæðismótinu í gær. KA2 sigraði leikinn sannfærandi 4-1.

Anna Rakel og Sandra María í landsliðinu

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því Norska í vináttuleik á La Manga á Spáni 23. janúar. Í landsliðshópnum eru tveir leikmenn Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með valið.

Heiða Ragney og Helena til liðs við Þór/KA - Lára og Hulda Ósk framlengja

Heiða Ragney Viðarsdóttir og Helena Jónsdóttir gengu til liðs við Þór/KA í dag og gildir samningur þeirra til tveggja ára. Þá framlengdu Hulda Ósk Jónsdóttir og Lára Einarsdóttir samninga sína við félagið

Sandra María til Slavia Prag

Sandra María Jessen fyrirliði Íslandsmeistara Þórs/KA hefur verið lánuð til Slavia Prag til loka apríl. Slavia Prag er ríkjandi Tékklandsmeistari og er þetta því frábært tækifæri fyrir Söndru. Á sama tíma árið 2016 fór Sandra á lán til Bayer Leverkusen og lék þar 8 leiki með liðinu í Þýsku Úrvalsdeildinni

Ariana Calderon til liðs við Þór/KA

Íslandsmeistarar Þór/KA hafa samið við Ariana Calderon. Ariana spilaði með Val í fyrra þar sem hún spilaði 18 leiki og skoraði í þeim 7 mörk og var besti miðjumaður liðsins á síðasta tímabili. Ariana er mjög fjölhæfur leikmaður en hún spilar í fremstu víglínu með landsliði Mexíkó. Natalia Junco mun hinsvegar ekki taka slaginn aftur með Þór/KA næsta sumar

Cristian Martinez til KA

Cristian Martinez Liberato hefur gert 2 ára samning við KA. Cristian er 28 ára markvörður frá Spáni en hann hefur spilað síðustu 3 ár með Víking Ólafsvík og verið lykilmaður í liði þeirra á þeim tíma. Cristian hefur spilað 66 leiki með Víkingum og þekkir því íslenska boltann vel