Knattspyrnudeild KA og Bjarni Mark Antonsson hafa komist að samkomulagi um að Bjarni gangi til liðs við KA. Bjarni lék með KA í 1. deildinni sumarið 2014 og lék alls 3 leiki fyrir félagið það sumar.
Bjarni kemur til KA frá sænska liðinu Kristianstad þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Hann stóð sig mjög vel hjá Svíunum en hann lék alls 42 leiki fyrir félagið og gerði í þeim 4 mörk. Við bjóðum Bjarna velkominn aftur í KA og verður gaman að sjá hann í gulu í sumar.