Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA var haldinn í KA-Heimilinu í vikunni og var þá kosið í nýja stjórn. Eiríkur S. Jóhannsson formaður steig til hliðar og það gerði Anna Birna Sæmundsdóttir einnig. Við þökkum þeim kærlega fyrir flott störf fyrir deildina en þau verða að sjálfsögðu áfram áberandi í starfinu okkar.
Sú breyting varð á að stjórnin var stækkuð og er hún í dag skipuð 7 aðilum. Hjörvar Maronsson er nýr formaður deildarinnar og ný inn í stjórn koma þau Elmar Dan Sigþórsson, Katrín Vilhjálmsdóttir og Áskell Gíslason. Annars er stjórnin eftirfarandi:
Hjörvar Maronsson, formaður
Gunnlaugur Eiðsson
Róbert Már Kristinsson
Davíð Búi Halldórsson
Elmar Dan Sigþórsson
Katrín Vilhjálmsdóttir
Áskell Gíslason
Varamenn:
Guðni Hreinsson
Sigurður Skúli Eyjólfsson
Þórður Sigmundur Sigmundsson
Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með kosninguna og hlökkum til góðs samstarfs, áfram KA!