Flýtilyklar
29.08.2018
Búið að opna fyrir skráningu á æfingagjöldum í fótboltanum og handboltanum fyrir tímabilið 2018/19
Nú hefur verið opnað fyrir skráningar í flokka og námskeið yngriflokkaráðs knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar. Til að skrá barn á námskeið þá skal gera það í gegnum vefinn okkar, ka.felog.is
Lesa meira
25.08.2018
KA sekúndum frá sigri í Víkinni
KA mætti í Víkina í dag í algjörum sex stiga leik en fyrir leikinn var KA enn í baráttu um Evrópusæti auk þess að eiga enn möguleika á falli. Víkingar voru þremur stigum á eftir okkar mönnum og þurftu því á sigri að halda til að fjarlægjast fallbaráttuna
Lesa meira
25.08.2018
Mikilvæg 3 stig hjá Þór/KA
Íslandsmeistarar Þórs/KA tóku í dag á móti Selfyssingum í 15. umferð Pepsi deildar kvenna. Um var að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir liðið enda í harðri toppbaráttu með Breiðablik. Liðin gerðu markalaust jafntefli fyrr í sumar en það var strax ljóst að stelpurnar ætluðu ekki að láta það endurtaka sig
Lesa meira
24.08.2018
U-21: Aron, Ásgeir og Danni í hóp
Í dag var tilkynntur U-21 árs landsliðshópur Íslands sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019. KA á alls 3 fulltrúa í hópnum en það eru þeir Aron Elí Gíslason, Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson. Þetta eru frábærar fréttir og mikil viðurkenning fyrir starfið okkar en allir þrír hafa leikið stórt hlutverk hjá KA liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Þjálfari liðsins er Eyjólfur Sverrisson
Lesa meira
24.08.2018
Veisla í Víkinni fyrir leik morgundagsins
KA sækir Víkinga heim á morgun, laugardag, klukkan 17:00 í 18. umferð Pepsi deildar karla. KA liðið er í sérstakri stöðu fyrir leik en liðið á enn bæði möguleika á Evrópusæti sem og að falla. Heimamenn í Víking eru í 9. sæti aðeins þremur stigum á eftir KA og því um sex stiga leik að ræða
Lesa meira
24.08.2018
Þór/KA tekur á móti Selfoss á morgun
Það er gríðarleg spenna á toppnum í Pepsi deild kvenna en aðeins munar tveimur stigum á Breiðablik og Þór/KA þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni. Þór/KA tekur á morgun, laugardag, á móti Selfoss og er ljóst að stelpurnar þurfa á sigri að halda til að halda pressu á Blikum
Lesa meira
23.08.2018
KA Podcastið - 23. ágúst 2018
Hlaðvarspþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson vel yfir handboltann. Þeir hita vel upp fyrir Norðlenska Greifamótið í handboltanum sem hefst í dag og lýkur á laugardag en alls keppa 6 lið hjá körlunum og 4 kvennamegin
Lesa meira
21.08.2018
Flott umfjöllun um KA í Taktíkinni
Á dögunum hófust nýir þættir á N4 sem nefnast Taktíkin þar sem farið er yfir íþróttamálin hér á Akureyri. Umsjónarmaður þáttarins er Skúli Bragi Magnússon og var knattspyrnulið KA umfjöllunarefni fyrsta þáttarins.
Lesa meira
20.08.2018
Myndaveisla frá leik KA og KR
Það var stórslagur í gær þegar KA tók á móti KR í 17. umferð Pepsi deildar karla en bæði lið eru að berjast um 4. sætið í deildinni sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni á næsta tímabili. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og tók eftirfarandi myndir frá hasarnum. Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að skoða myndirnar
Lesa meira
20.08.2018
Anna Rakel og Sandra María í landsliðinu
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gaf í dag út hópinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi í lokaleikjum undankeppni HM í september. Í hópnum eru tveir fulltrúar frá Íslandsmeistaraliði Þórs/KA en það eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen
Lesa meira