Flýtilyklar
11.09.2018
Þór/KA - Wolfsburg er á morgun!
Einn stærsti knattspyrnuleikur sem hefur farið fram á Akureyri er á morgun, miðvikudag, þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja stelpurnar í þessum magnaða leik. Alls verður pláss fyrir um 3.000 manns á vellinum þannig að það ættu flestir að komast fyrir
Lesa meira
08.09.2018
Breiðablik lagði Þór/KA í toppslagnum
Það var sannkallaður úrslitaleikur á Kópavogsvelli í dag þegar Breiðablik tók á móti Þór/KA í uppgjöri toppliðanna í Pepsi deild kvenna. Fyrir leikinn var Breiðablik í góðri stöðu með tveggja stiga forskot á okkar lið
Lesa meira
08.09.2018
Risaleikur hjá Þór/KA í Kópavogi í dag
Það er enginn smá leikur í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA sækja Breiðablik heim í Pepsi deild kvenna. Fyrir leikinn er Breiðablik á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Þór/KA og því ljóst að með sigri þá lyftir okkar lið sér á toppinn
Lesa meira
07.09.2018
KA Podcastið - 7. september 2018
Hlaðvarpsþáttur KA er stútfullur að þessu sinni en þeir Siguróli Magni Sigurðsson, Ágúst Stefánsson og Hjalti Þór Hreinsson fara yfir fótboltann sem og handboltann sem er að fara að hefjast
Lesa meira
05.09.2018
Forsala á Þór/KA - Wolfsburg!
Stórleikur Þórs/KA og Wolfsburg í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fer fram á Þórsvelli miðvikudaginn 12. september næstkomandi klukkan 16:30. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum en pláss fyrir um 3.000 manns verður á svæðinu. Þar sem að leikurinn er svo snemma dags þá er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst á leikinn til að þurfa ekki að bíða í röð þegar leikurinn hefst
Lesa meira
02.09.2018
Jafntefli í markaleik
KA og Valur gerðu 3-3 jafntefli í hörkuleik á Greifavellinum í 19. umferð Pepsi deildarinnar.
Lesa meira
31.08.2018
KA - Valur á sunnudaginn
Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn klukkan 14:00. Aðeins fjórir leikir eru eftir í deildinni og enn er mikil spenna á toppi og botni deildarinnar. Valur er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og ljóst að þeir þurfa á sigri að halda fyrir norðan
Lesa meira
31.08.2018
KA Podcastið - 31. ágúst 2018
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram og að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir leiki KA og Þórs/KA í fótboltanum sem og komandi lokasprett í Pepsi deildunum. Guðmann Þórisson fyrirliði KA mætti á svæðið í mjög svo skemmtilegt spjall
Lesa meira
30.08.2018
Óskilamunir fara 7. september
Mikið er af óskilamunum í KA-Heimilinu eftir sumarið og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og skoða hvort það leynist einhver flík á svæðinu sem hefur glatast undanfarna mánuði. Föstudaginn 7. september munum við fara með þá óskilamuni sem eftir verða í húsinu til Rauða Krossins og því er um að gera að kíkja sem fyrst á óskilamunina.
Lesa meira
29.08.2018
Þór/KA - Wolfsburg 12. september!
Íslandsmeistarar Þórs/KA leika fyrri leik sinn gegn stórliði Wolfsburg í Meistaradeildinni á Þórsvelli 12. september næstkomandi. Leikurinn er einn sá stærsti sem hefur farið fram hér á Akureyri og alveg ljóst að við þurfum að fjölmenna í stúkuna og sýna okkar frábæra liði þann stuðning sem það á skilið
Lesa meira