Flott umfjöllun um KA í Taktíkinni

Fótbolti

Á dögunum hófust nýir þættir á N4 sem nefnast Taktíkin þar sem farið er yfir íþróttamálin hér á Akureyri. Umsjónarmaður þáttarins er Skúli Bragi Magnússon og var knattspyrnulið KA umfjöllunarefni fyrsta þáttarins.

Þeir Srdjan Tufegdzic þjálfari KA, Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir mættu í spjall auk þess sem Schiöthararnir Birkir Örn Pétursson og Sindri Már Stefánsson ræddu upplifun sína sem stuðningsmenn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is