KA Podcastið - 23. ágúst 2018

Fótbolti | Handbolti

Hlaðvarspþáttur KA heldur áfram göngu sinni en að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson vel yfir handboltann. Þeir hita vel upp fyrir Norðlenska Greifamótið í handboltanum sem hefst í dag og lýkur á laugardag en alls keppa 6 lið hjá körlunum og 4 kvennamegin.

Dagur Gautason vinstri hornamaður KA mætir í settið og fer yfir EM silfrið með U-18 landsliði Íslands sem og komandi tímabil. Auk þess er slegið á þráðinn við Gaupa þar sem hann rennir yfir spennandi Olís deild.

Þá fara þeir félagar að sjálfsögðu yfir síðustu leiki í fótboltanum hjá KA og Þór/KA og renna yfir leiki liðanna á laugardag. Ekki missa af pökkuðum þætti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is