U-21: Aron, Ásgeir og Danni í hóp

Fótbolti
U-21: Aron, Ásgeir og Danni í hóp
Frábærir fulltrúar KA í U-21 landsliðinu

Í dag var tilkynntur U-21 árs landsliðshópur Íslands sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019. KA á alls 3 fulltrúa í hópnum en það eru þeir Aron Elí Gíslason, Ásgeir Sigurgeirsson og Daníel Hafsteinsson. Þetta eru frábærar fréttir og mikil viðurkenning fyrir starfið okkar en allir þrír hafa leikið stórt hlutverk hjá KA liðinu í Pepsi deildinni í sumar. Þjálfari liðsins er Eyjólfur Sverrisson.

Ásgeir hefur leikið 6 landsleiki með U-21 liðinu og í heildina 18 leiki fyrir ungmennalandslið Íslands. Hann hefur verið iðinn við kolann í sumar og gert 10 mörk fyrir KA og er þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar í sumar.

Aron Elí er tvítugur og hefur komið flottur inn í mark KA liðsins í fjarveru Cristian Martinez. Hann hefur leikið 5 leiki í sumar og haldið hreinu í tveimur þeirra. Aron Elí er þrátt fyrir ungan aldur sterkur karakter og hefur mikla viðveru í teignum.

Daníel Hafsteinsson verður 19 ára seinna á árinu en hann hoppar uppúr U-19 ára landsliðinu þar sem hann hefur leikið 5 leiki og gert 1 mark. Danni hefur leikið 17 leiki með KA í sumar og leikið gríðarlega stórt hlutverk á miðjunni auk þess sem hann hefur gert 2 mörk.

Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis í leikjunum tveimur en Ísland er í 4. sæti riðilsins og getur með góðum úrslitum komið sér í 2. sætið fyrir lokaleikina. Strákarnir mæta Eistlandi 6. september á Kópavogsvelli og Slóvakíu 11. september á KR-vellinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is