Flýtilyklar
04.05.2019
Fyrsti heimaleikur sumarsins er á morgun!
KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrsta heimaleik sumarsins á morgun, sunnudag, kl. 16:00. Strákarnir eru nýkomnir áfram í bikarkeppninni og ætla sér sigur á stórliði Vals með ykkar aðstoð!
Lesa meira
03.05.2019
Valur gekk frá Þór/KA í síðari hálfleik
Þór/KA sótti Val heim í kvöld í fyrstu umferð Pepsi Max deildar kvenna í fótboltanum. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar og mátti því búast við hörkuleik eins og venja hefur verið í viðureignum liðanna undanfarin ár
Lesa meira
03.05.2019
KA fékk útileik gegn Víking í bikarnum
Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag og fékk KA útileik gegn Pepsi Max liði Víkings Reykjavík. Viðureignin er ein af þremur milli liða í efstu deild en hinar viðureignirnar eru á milli Breiðabliks og HK og FH og ÍA. Áætlað er að leikurinn fari fram 29. eða 30. maí næstkomandi
Lesa meira
03.05.2019
Bjarni framlengir við KA - fer á lán til Magna
Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2021. Á sama tíma skrifaði hann undir lánssamning við Magna á Grenivík og mun hann leika með þeim út sumarið. Bjarni leikur sem miðjumaður og verður tvítugur síðar á árinu
Lesa meira
03.05.2019
Fyrsti leikur Þór/KA í kvöld
Þór/KA hefur leik í Pepsi Max deildinni í kvöld er liðið sækir stórlið Vals heim kl. 18:00 á Origo-völlinn. Báðum liðum er spáð toppbaráttu og má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Liðin mættust nýverið í Lengjubikarnum þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA yfir en Valskonur svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur
Lesa meira
01.05.2019
KA áfram í 16-liða úrslit
KA vann í dag stórsigur á Sindra á Höfn í Hornafirði 0-5 en staðan í hálfleik var 0-2 KA í vil. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu í leiknum.
Lesa meira
28.04.2019
Almarr með 100 leiki fyrir KA
Almarr Ormarsson lék í gær sinn 100. leik fyrir KA í deild og bikar.
Lesa meira
27.04.2019
Tap í fyrsta leik gegn ÍA
KA tapaði í dag 3-1 gegn ÍA í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar á Norðurálsvellinum á Akranesi. Staðan í hálfleik var 2-1 heimamönnum í vil.
Lesa meira
26.04.2019
Fyrsti leikur í Pepsi Max á morgun
KA hefur á morgun leik í Pepsi Max deild karla á morgun. Liðið mætir þá Skagamönnum á Norðurálsvellinum á Akranesi kl. 16.00.
Lesa meira
26.04.2019
Vinnudagar á Greifavelli
Næstu daga munu sjálfboðaliðar leggja hönd á plóg við að koma Greifavellinum í gott stand fyrir sumarið.
Sjálfboðaliða-vinnudagar verða eftirtalda daga:
Sunnudaginn 28. apríl kl. 12:00-15:00
Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00-19:00
Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00-19:00
Miðvikudaginn 1. maí kl. 11:00-17:00 - léttar veitingar fyrir sjálfboðaliða eftir hádegið
fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00-19:00
Föstudaginn 3. maí kl. 17:00-19:00
Lesa meira