Bjarni framlengir við KA - fer á lán til Magna

Fótbolti

Bjarni Aðalsteinsson hefur framlengt samning sínum við knattspyrnudeild KA út árið 2021. Á sama tíma skrifaði hann undir lánssamning við Magna á Grenivík og mun hann leika með þeim út sumarið. Bjarni leikur sem miðjumaður og verður tvítugur síðar á árinu.

Bjarni lék einnig á síðasta sumri með Magnamönnum og átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Inkasso deildinni en hann var valinn besti og efnilegasti leikmaður tímabilsins.

Það er ljóst að það eru gríðarlega jákvæðar fréttir að halda Bjarna innan okkar raða næstu árin enda uppalinn hjá félaginu og mikið efni. Einnig verður það gaman að fylgjast áfram með honum hjá Magna og mjög mikilvægt fyrir unga leikmenn okkar að geta fengið dýrmæta reynslu í næstefstu deild hjá Grenvíkingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is