Flýtilyklar
KA fékk útileik gegn Víking í bikarnum
Dregið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag og fékk KA útileik gegn Pepsi Max liði Víkings Reykjavík. Viðureignin er ein af þremur milli liða í efstu deild en hinar viðureignirnar eru á milli Breiðabliks og HK og FH og ÍA. Áætlað er að leikurinn fari fram 29. eða 30. maí næstkomandi.
KA liðið ætlar sér stóra hluti í Mjólkurbikarnum þetta árið og ljóst að strákarnir þurfa að hafa sig alla við til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar en KA vann sannfærandi 0-5 sigur á Sindra í 32-liða úrslitum keppninnar.
Drátturinn er annars svona í heild sinni:
Víkingur - KA
Grindavík - Vestri
ÍBV - Fjölnir
FH - ÍA
Keflavík - Njarðvík
Þróttur - Fylkir
Völsungur - KR
Breiðablik - HK