Flýtilyklar
Almarr með 100 leiki fyrir KA
Almarr Ormarsson lék í gær sinn 100. leik í deild og bikar fyrir KA. Almarr hefur í þessum 100 leikjum skorað 15 mörk fyrir félagið. Fyrsti leikur Almarrs fyrir KA var þann 10. september 2005 gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. Almarr hefur einnig leikið fyrir Fram, KR og Fjölni hér á landi og hefur hann tvívegis orðið bikarmeistari. Fyrst með Fram 2013 og svo ári síðar með KR 2014.
Almarr á einnig að baki 20 landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Almarr er nú að hefja sitt sjöunda keppnistímabil með KA en hann er uppalinn hjá félaginu og er hann þriðji leikjahæsti leikmaður KA liðsins af núverandi leikmönnum liðsins.
Almarr er með eindæmum vinnusamur og frábær leiðtogi KA liðsins innan sem utan vallar. KA er lánsamt að hafa leikmann eins og Almarr innan sinna raða og er hann frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins.
KA óskar Almarri innilega til hamingju með þennan glæsilega áfanga!