28.02.2011
Miðvikudaginn 2.
mars og miðvikudaginn 9. mars verður B-stigs dómaranámskeið haldið á Akureyri.
Námskeiðið er frá 18.00-22.00 hvort kvöld og verður haldið í Hamri.
Bækur má nálgast í afgreiðslunni í KA heimilinu og einnig er hægt að nálgast reglurnar á vef HSÍ: http://hsi.is/files/3299-0.pdf
27.02.2011
KA varð í dag Eimskips bikarmeistari 3. flokks karla eftir að hafa borið sigurorð af Val 35-33. Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir KA. Leikurinn var
virkilega spennandi og stóðu allir leikmenn sig með miklum sóma. Sigþór Árni Heimisson leikmaður KA var valinn maður leiksins en hann átti
stórleik og skoraði 13 mörk.
26.02.2011
KA/Þór og Valur áttust við á föstudaginn í 2.deild í handbolta. Leikurinn átti að vera á laugardag en var færður vegna
bikarúrslitaleiks Akureyrar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo sigu heimastúlkur framúr með góðum sóknarleik ,
þar sem Martha Hermannsdóttir skoraði mikið og góðri markvörslu Kolbrúnar Helgu Hansen.
24.02.2011
Næstkomandi helgi er bikarúrslitahelgi HSÍ. Akureyringar eiga tvö lið í úrslitum þetta árið. Lið Akureyri
Handboltafélags í meistaraflokki karla og KA í 3. flokki karla. 3. flokks strákarnir okkar, undir stjórn Einvarðar Jóhannssonar, gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna í undanúrslitum 35-28.
20.02.2011
3. flokkur kvenna spilaði þrjá leiki um helgina gegn Stjörnunni, ÍBV og Haukum.
Á föstudeginum spiluðu þær gegn Stjörnunni.
Stjarnan byrjaði af krafti og náðu yfirhöndinni í byrjun leiks. Við það var vörninni breitt og KA/Þór unnu sig síðan
hægt og bítandi inn í leikinn og náðu tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og léku glimmrandi vel fram í hálfleik.
Í seinni hálfleik byrjuðu norðanstelpur mun betur og náðu fljótt átta marka forustu. Þá small allt í baklás, Stjarnan
sótti á og þegar fimm mínútur voru eftir var munurinn einungis þrjú mörk. Nær komst Stjarnan þó ekki og KA/Þór
innbyrti góðan sigur.
Laugardagsleikurinn var gegn ÍBV í Austurbergi. Til þess að spara ferðakostnað var ákveðið að liðin mættust á miðri
leið. Þessi leikur átti að vera í desember en vegna slæmra veðurskilyrða gekk það ekki upp og leikurinn því settur á um
helgina.
KA/Þór spilaði virkilega vel allan fyrri hálfleikinn og átti ÍBV fá svör og voru í raun ljónheppnar að munurinn var einungis
fimm mörk í hálfleik. Eins góður og fyrri hálfleikurinn var, verður að segjast að seinni hálfleikurinn var jafn slæmur. Ógrynni
skota lentu í stöng eða í markmanni ÍBV og þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum voru ÍBV allt í einu komnar með
tveggja marka forustu. Með mikillri seiglu náðu KA/Þór stelpur að jafna leikinn og voru ekki langt frá því að stela sigrinum í lokin.
Miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist og síðustu mínúturnar af seinni hálfleik er grátlegt að þetta hafi farið
í jafntefli en það var engu að síður niðurstaðan.
11.02.2011
Nóg að gera hjá KA/Þór um helgina. Meistaraflokkur leikur þrjá leiki, fyrst gegn Fylki kl. 21:00 á föstudag í Fylkishöll.
Á laugardaginn klukkan 12:00 gegn Val í Vodafone höllinni og loks gegn HK í Fagralundi á sunnudaginn kl.12:30.
3. flokkur leikur tvo leiki: Gegn Fram í Framhúsi á laugardag kl. 13:30 og gegn Fylki í Fylkishöll á sunnudag kl. 11:00.
Við treystum því að stelpurnar eigi öflugt stuðningsfólk á höfuðborgarsvæðinu!
06.02.2011
KA/Þór lék gegn Stjörnunni í 2. deild Íslandsmótsins í handknattleik kvenna á laugardag. Þetta var leikur tveggja efstu
liðanna í deildinni og því búist við hörkuleik. Liðin skiptust á að hafa forustuna fram í miðjan fyrri hálfleik en
röð af mistökum KA/Þórs olli því að Stjarnan seig framúr og náði 7 marka forystu. Þá tóku heimastúlkur
leikhlé og tókst að laga leik sinn og minnka muninn í 2 mörk, 21-23 í hálfleik.
03.02.2011
KA/Þór leikur gegn Stjörnunni í 2.deild kvenna í handbolta á laugardaginn kl.12:00 í KA heimilinu. Stjarnan er í efsta sæti
deildarinnar og hefur innanborðs margar fyrrverandi landsliðskonur. KA/Þór fylgir fast á eftir og er í 2. sæti í deildinni og því
má búast við spennandi leik. Stelpurnar okkar þurfa á stuðningi að halda og því er fólk hvatt til að mæta og hvetja
liðið.
31.01.2011
KA/Þór og Víkingur léku í 2.deild kvenna í handboltanum á laugardag. Liðin voru jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar og
því búist við jöfnum leik. Framan af leik var jafnræði með liðunum en þegar líða tók á hálfleikinn seig
KA/Þór fram úr og náði þriggja marka forustu fyrir hlé, 15-12. Munaði þar mestu um að góða vörn og nokkur
hraðaupphlaup sem skiluðu þessu forskoti.
26.01.2011
Föstudaginn 21. janúar héldu 19 eldhressar KA/Þór stelpur til Reykjavíkur. Lagt var af stað frá KA heimilinu klukkan 13 og var stoppað
og borðað í Borgarnesi. Við vorum komin í Fjölnisheimilið, þar sem mótið var haldið, um klukkan 18:30.
Í þetta sinn vorum við með tvö lið og stefnum að því að verða jafnvel með þrjú lið á næsta móti ef
að stelpunum heldur áfram að fjölga svona mikið. Hópurinn hefur heldur betur stækkað síðan í haust og við viljum koma á
framfæri að allar stelpur sem vilja koma og prófa handbolta eru meira en velkomnar á æfingar.