KA bikarmeistarar í 3. flokki karla!!

KA varð í dag Eimskips bikarmeistari 3. flokks karla eftir að hafa borið sigurorð af Val 35-33. Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir KA. Leikurinn var virkilega spennandi og stóðu allir leikmenn sig með miklum sóma. Sigþór Árni Heimisson leikmaður KA var valinn maður leiksins en hann átti stórleik og skoraði 13 mörk.

Heimasíðan sem og allir sem standa að starfinu óska Einvarði Jóhannessyni þjálfara og lærisveinum hans í 3. flokki karla innilega til hamingju með þennan glæsta árangur! 
Strákarnir eru ekki væntanlegir heim til Akureyrar fyrr en undir miðnætti en ef fólk vill taka á móti þeim og óska þeim til hamingju í eigin persónu er um að gera að vaka eilítið lengur en vanalega og mæta upp í KA heimili og samgleðjast þeim.




Myndir úr frétt RÚV um bikarmeistara 3. flokks karla 2011