KA/Þór leikur gegn Stjörnunni í 2.deild kvenna í handbolta á laugardaginn kl.12:00 í KA heimilinu. Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar og hefur innanborðs margar fyrrverandi landsliðskonur. KA/Þór fylgir fast á eftir og er í 2. sæti í deildinni og því má búast við spennandi leik. Stelpurnar okkar þurfa á stuðningi að halda og því er fólk hvatt til að mæta og hvetja liðið.