Fréttir

Heimaleikur gegn stórveldi Hauka á morgun fimmtudag

Á fimmtudaginn verður einn af stóru leikjum N1 deildarinnar þegar stórveldið Haukar úr Hafnarfirði mæta til leiks í Íþróttahöllinni. Í gegnum tíðina hafa Haukar verið einn erfiðasti mótherji Akureyrarliðsins og þá sérstaklega hér á heimavelli. Þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni þann 22. október síðastliðinn tókst Akureyri reyndar í fyrsta sinn í sögunni að leggja Haukana að velli og þar með er búið að sýna fram á að slíkt er vel hægt.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA mánudaginn 21. mars

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu mánudaginn 21. mars klukkan 17:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á handknattleik í yngri flokkum eða meistaraflokki eru hvattir til að koma og fylgjast með og taka þátt. Kaffiveitingar í boði. Stjórn Handknattleiksdeildar

Ferðasaga 6. flokks kvenna yngra árs - myndir

Föstudaginn 11. mars lögðum við af stað til Reykjavíkur. Það urðu mikil forföll hjá stelpunum og við enduðum með því að fara bara með sjö stelpur suður. Þar af voru þrjár 7. flokks stelpur sem björguðu okkur alveg með því að koma með okkur. Við lögðum af stað klukkan 16 á föstudeginum, stoppuðum síðan í Staðarskála og fengum að borða. Ferðin hélt síðan áfram og við vorum komin til Reykjavíkur um tíu leitið. Mótið var haldið af ÍR og við gistum í Breiðholtsskóla. Þegar við komum þangað fórum við strax að taka okkur til fyrir svefn því að það var langur og erfiður dagur framundan. Á laugardaginn vöknuðum við síðan fyrir allar aldir, eða klukkan hálf 7. Við fengum okkur morgunmat og stelpurnar tóku sig til fyrir daginn. Síðan kom rútan og sótti okkur og keyrði í Austurberg þar sem við kepptum.

Nóg um að vera í KA heimilinu um helgina.

3. flokkur karla hefur leik klukkan 13:45 í dag þegar B lið þeirra tekur á móti FH í íslandsmótinu í handbolta. B lið 3. flokks karla er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn og því um mikilvægan leik að ræða.  Klukkan 16 spila mst. flokkur kvenna í blaki gegn liði Ýmis í KA heimilinu.  Um helgina spilar 4. flokkur kvenna samtals fjóra leiki. Í dag mæta stelpurnar í A liði Haukum klukkan 17:30 í KA heimilinu. A liðið er búið að vera á mikillri siglingu í vetur og hafa einungis tapað einum leik sem einmitt var þeirra fyrsti leikur.  Á morgun, sunnudag spilar B liðið gegn Haukum klukkan 10 og 12 en A liðið spilar klukkan 11 gegn Haukum.  Þannig að ef leiði sækir að um helgina er nóg um að vera í KA heimilinu og um að gera að mæta upp eftir og fylgjast með íþróttaviðburðum helgarinnar.  

Tap og sigur hjá 3. flokk kvk.

Á sunnudaginn síðastliðinn mættu HK stelpur í heimsókn í KA heimilið. HK er á toppi deildarinnar með Haukum og Gróttu og hafa á að skipa gríðarlega sterku liði. Eitthvað virtist mannskapurinn á pappírnum hræða heimastúlkur því það er skemmst frá því að segja að liðið náði aldrei að stilla sig af varnarlega og gengu HK stelpur nánast í gegnum vörn KA/Þórs allan leikinn. Hinum meginn á vellinum var reyndar sömu sögu að segja og réð vörn HK engan veginn við Kolbrúnu Gígju né Laufeyju Láru og var leikurinn því nokkuð jafn lengst af en HK leiddi þó alltaf með 2-4 mörkum. Þegar fimm mínútur voru eftir náðu HK stelpur að auka forskotið í 5 mörk og öll von virtist úti enda vörnin engan veginn að gera sig. Síðustu fimm mörk leiksins voru HK mörk og fóru þær því með tíu marka sigur af hólmi. 

Æfingar hjá 7. og 8. flokki falla niður á föstudag og laugardag

Athugið að vegna vetrarfrís í grunnskólum Akureyrar verður frí hjá 7. og 8. flokki karla á föstudag og laugardag og hjá stelpunum á föstudag. Handboltaæfingar verða samkvæmt stundarskrá í næstu viku.

4. flokkur kvenna spilaði í Reykjavík um liðna helgi

A liðið átti tvo leiki en B liðið átti þrjá leiki fyrir höndum.  A liðið spilaði á föstudagskvöldið gegn Haukum og unnu nokkuð þægilegan sigur 18-31. Stelpurnar keyrðu hratt og voru sífellt ógnandi í sókninni. Vörnin var gríðarlega þétt og það sem fór fram hjá vörninni endaði oftast í markmönnum liðsins.  Á laugardeginum spilaði liðið síðan gegn Stjörnunni og unnu stórsigur 7-30 eftir að hafa verið 11-2 yfir í hálfleik. Varla var hægt að finna feilspor hjá liðinu í þessum leik. Hraðaupphlaup, seinni bylgja, uppstillt sókn, vörn, markvarsla, allt voru þetta einstaklega vel útfærðir þættir í virkilega góðum leik KA/Þórs stúlkna. 

Myndir frá heimkomu bikarmeistara 3. flokks

Þó nokkuð sé um liðið þá er aldrei of seint að rifja upp merkisviðburði. Eins og mönnum er kunnugt þá urðu strákarnir í 3. flokki bikarmeistarar á dögunum. Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá heimkomu drengjanna en þeir komu seint um kvöld norður.

KA/Þór sigraði Fjölni/Aftureldingu

Liðin áttust við á laugardaginn, í byrjun var jafnræði með liðunum en svo seig Fjölnir/Afturelding framúr og náði um tíma 4-5 marka forskoti.  Þá tók KA/Þór leikhlé og við það lagaðist leikur liðsins og munurinn minnkaði niður í eitt mark fyrir hlé, en þá var staðan 14-15.

Þrír leikir um helgina hjá m.fl. og 3.fl. KA/Þórs

Það er nóg að gera í handboltanum hjá KA/Þór um helgina en meistaraflokkur kvenna spilar tvo leiki í KA heimilinu um helgina og 3. flokkur kvenna spilar einn leik. Dagskráin er eftirfarandi: Laugardagur kl. 12:00 m.fl.  KA/Þór – Fjölnir/Afturelding Sunnudagur kl. 11:00 3.fl. KA/Þór – HK1 Sunnudagur kl. 13:00 m.fl. KA/Þór – HK