03.04.2011
Á laugardaginn varð KA/Þór Íslandsmeisari í 2. deild kvenna en stelpurnar tryggðu
sér titilinn með því að sigra Stjörnuna 34-31 í hörkuspennandi úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu
í Strandgötu.
Deginum áður lögðu KA/Þór stelpurnar Víkinga í undanúrslitum 29-20.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum okkar sem urðu í 2. sæti í deildarkeppninni í 2. deild í vetur.
Til hamingju Martha þjálfari og co.
Endanlega röð liðanna varð því þannig:
1. KA/Þór
2. Stjarnan
3. Víkingur
4. Fjölnir/Afturelding
30.03.2011
Þrjár stelpur úr KA/Þór hafa verið valdar í landsliðsúrtak í U-15 ára landsliðið, það eru þær Arna
Kristín Einarsdóttir, Birta Fönn Sveinsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir. Liðið æfir í Mýrinni í Garðabæ
dagana 18.-20. apríl undir stjórn Díönnu Guðjónsdóttur og Unnar Sigmarsdóttur.
30.03.2011
Það verður heldur betur fjör í Íþróttahöllinni á fimmtudaginn þegar Akureyri Handboltafélag tekur á móti
Aftureldingu úr Mosfellsbæ í næstsíðustu umferð N1 deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 sem er nokkru síðar en vanalega
tíðkast. Ástæðan er sú að í reglum HSÍ er kveðið á um að allir leikir í tveim síðustu umferðum
deildarinnar skuli fara fram samtímis.
Í leikslok á fimmtudaginn verður síðan stór stund í sögu handboltans hér á Akureyri en þá verður liðinu afhentur
bikarinn sem tilheyrir Deildarmeistaratitlinum. Við treystum því að hinir frábæru stuðningsmenn fjölmenni á leikinn og taki þátt
í bikarafhendingunni enda eiga stuðningsmenn liðsins drjúgan þátt í titlinum.
29.03.2011
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA var haldinn
á dögunum og fór hann að venju vel fram. Ársreikningar deildarinnar voru samþykktir en bæði unglingaráð og kvennaráð voru
reknar réttu megin við núllið. Ný stjórn tók til starfa og er hún að nokkrum hluta skipuð sömu einstaklingum og áður.
Hér á eftir er ársskýrsla ráðanna tveggja.
29.03.2011
Guðríður Guðjónsdóttir og Ómar Örn Jónsson, þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik, hafa tilkynnt 16
manna landsliðshópinn sem heldur til Serbíu og tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins dagana 22.-25. apríl. Meðal þessara
sextán leikmanna er Kolbrún Gígja Einarsdóttir leikmaður KA/Þórs.
28.03.2011
Akureyri tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með þriggja marka sigri á HK 29-32. Eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem
hálfleiksstaðan var 11-21 slökuðu menn óheyrilega mikið á og hleyptu HK inn í leikinn aftur en HK náði að minnka muninn niður í
eitt mark 27-28 áður en meistararnir spýttu í aftur og tryggðu sigurinn.
28.03.2011
Akureyrarliðið heldur í Kópavoginn í dag til að berjast við HK pilta. Þetta verður fjórða viðureign liðanna í vetur og
þar af sú þriðja í Kópavogi. Akureyri vann fyrsta leik liðanna afar sannfærandi 29-41 í fyrstu umferð N1 deildarinnar.
28.03.2011
4. flokkur kvenna í handbolta varð á laugardaginn deildarmeistarar í 2. deild. Þessi frábæri árangur veitir liðinu
rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem fer fram í apríl. Við óskum stelpunum og þjálfurunum
Stefáni Guðnasyni og Halldóri Tryggvasyni innilega til hamingju með titilinn.
27.03.2011
Stelpurnar í 3. flokki kvenna spiluðu gegn Stjörnunni í KA heimilinu í dag.
Stjarnan hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í síðustu umferðum á meðan KA/Þór stelpur hafa rokkað
svolítið í spilamennsku. Ljóst var að leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimastúlkur enda eru þær í harðri
baráttu um 5. sætið í deildinni við FH og Fylki.
26.03.2011
A liðið spilaði um helgina algjöra úrslitaleiki við ÍBV um deildarmeistaratitilinn í 2. deild. Bæði KA/Þór og ÍBV
höfðu haft mikla yfirburði í 2. deildinni í vetur. Þar fyrir utan hafði ÍBV komist alla leið í bikarúrslit þar sem þær
töpuðu gegn Selfoss en KA/Þór hafði dottið út gegn Fylki í 8 liða úrslitum í framlengdum leik. Fylkir og Selfoss verma tvö efstu
sæti 1. deildar nú þegar líða fer að lokum Íslandsmótsins.