Fréttir

Stórleikur í kvennaboltanum: KA/Þór - Stjarnan

Það verður enginn smáleikur í kvennaboltanum á föstudaginn þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Stjörnunnar í Eimskipsbikar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:15 í KA heimilinu og ástæða til að hvetja alla til að koma og standa með stelpunum gegn einu öflugasta liði landsins þessa stundina.

KA/Þór tapaði gegn Fylki í 3. kvenna

Stelpurnar í 3. flokk spiluðu sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu nú í dag. Stelpurnar hafa æft af krafti síðan í byrjun ágúst og því nokkuð merkilegt að fyrsti leikurinn sé ekki fyrr en 31. október en það þýðir lítið að röfla yfir því að svo stöddu.

4. flokkur kvenna spilaði sína fyrstu leiki á Íslandsmótinu um helgina

Á föstudagskvöldinu spiluðu stelpurnar gegn Stjörnunni. A liðið hóf leik og byrjuðu nokkuð vel. Staðan í hálfleik 6-9 fyrir KA/Þór. Þá var eins og þeim bryggðist kjarkur og Stjörnustúlkur gengu á lagið og náðu að jafna og komast yfir. Liðin skiptust á að hafa forskot en að lokum höfðu Stjörnustúlkur betur og náðu að knýja fram eins marks sigur á síðustu sekúndum leiksins. Mikið svekkelsi en stelpurnar geta dregið þann lærdóm af leiknum að ef þær bakka niður og ætla að fara að halda forskotinu þá hleypa þær andstæðingunum betur inn í leikinn. Það er því mikilvægt að slaka aldrei á, sama hver staðan er.

6. flokkur karla gekk vel um helgina

6 fl. karla, eldra ár, var að keppa í Reykjavík um síðustu helgi og KA 1 vann 2. deild með glæsibrag unnu alla sína leiki og keppa í efstu deild á næsta móti. KA 2 unnu alla sína leiki nema einn og voru í 2. sæti í sinni deild. Hannes Pétursson sendi síðunni mynd af gulldrengjunum. Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með þennan árangur!

Íslandsmót 6. flokks stráka og stelpna fór fram nú um helgina

Leikið var í KA heimilinu og Íþróttahöllinni. Nú liggja öll úrslit mótsins fyrir en leikið var í þrem styrkleikaflokkum stelpna og sömuleiðis þrem flokkum stráka. Úrslit allra leika og röð liða liggur nú fyrir og hægt að nálgast þau á síðu mótsins. Smelltu hér til að sjá síðu mótsins.

Foreldrafundur hjá 4. flokk kvenna næsta föstudag

Föstudaginn 8. október verður haldinn foreldrafundur í KA heimilinu vegna 4. flokks kvenna. Fundurinn er settur á  klukkan 17:00 Farið verður yfir ferðatilhögun vetrarins, mótafyrirkomulag og önnur málefni.  Foreldrar sem ekki sjá sér fært að mæta eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Stefán í síma 868-2396 eða senda tölvupóst á stebbigje@simnet.is Kv. Kara og Stefán 

Foreldrafundur 6. flokks kvenna í handbolta

Foreldrafundur verður haldinn næstkomandi fimmtudag 30. september klukkan 20:00 í KA heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta. Þjálfarar 6. flokks kvenna. Kolbrún Gígja Einarsdóttir S. 8485144   Heimir Sigurðsson S. 6625093

Fréttabréf unglingaráðs handboltans komið út

Unglingaráð handboltans var að gefa út fyrsta fréttabréf haustsins. Þar er fjallað um starfið framundan, fundahöld og keppnisferðir, greint frá æfingagjöldum o.fl.

4. flokkur kvenna spilaði um helgina

Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu á niðurröðunarmóti Íslandsmótsins nú um helgina.  Stelpurnar spiluðu þrjá leiki og töpuðust tveir af þeim en einn leikur vannst.  Á föstudag spiluðu stelpurnar við lið Fram og fór hann 14-12 fyrir Fram. KA/Þór byrjaði ákaflega illa og komust Fram stelpur í þægilegt forskot. Í síðari hálfleik var allt annað upp á teningnum og minnkuðu KA/Þór stelpur muninn jafnt og þétt og fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn en það gekk ekki upp og eins og áður sagði vann Fram með tveimur mörkum.

Breytingar á æfingatímum handboltans

Það  þurfti að gera nokkrar breytingar á æfingatöflu handboltans sem var birt á dögunum. Gerðar voru breytingar á æfingum 4. flokks stúlkna og drengja, unglingaflokkum karla og kvenna svo og meistaraflokki kvenna. Ný tafla hefur tekið gildi og hvetjum við alla til að kynna sér hana.  Vonandi sjáum við sem flesta, hressa og káta eftir gott sumar, öllum er velkomið að koma og prófa. Fréttabréf um starf vetrarins verður sett inn á síðuna síðar. Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna.