23.01.2011
5. flokkur KA í handbolta fór í sína 3. keppnisferð í vetur 14. janúar s.l. að þessu sinni var ferðinni heitið í Kaplakrikann
til FH, ferðin hófst á föstudaginn í KA heimilinu þar sem hópurinn safnaðist saman og horfði á leik Íslands og Ungverja í HM,
þaðan var svo lagt af stað til Reykjavíkur með bros á vör og voru 6. flokkur stelpna og 6. flokkur stráka yngra ár með í för,
það var því sneisafull rúta af hressum krökkum.
17.01.2011
Síðast liðna
helgi fór fram leikur KA/Þórs í 4.flokki á móti Fjölnisstelpum sem var jafnan annar deildarleikur þessara liða í vetur, þegar
þær mættust á heimavelli Fjölnis þá unnu okkar stelpur góðan og stóran sigur, en Fjölnisstelpurnar mættu norður með
gott og flott lið sem tekur stöðugum framförum með hverjum leik.
17.01.2011
Hér fer á eftir annáll sem Tryggvi Gunnarsson, varaformaður KA flutti á KA-deginum þann 16. janúar þar sem jafnframt var fagnað 83. afmæli
félagsins.
17.01.2011
Síðastliðinn föstudag, þann 14. janúar héldum við til Reykjavíkur. Við hittumst uppi í KA heimili, horfðum saman á
landsleikinn og lögðum síðan af stað. Við keyrðum með tveimur strákaliðum þannig að það var vægast sagt mikið fjör
á leiðinni. Það var síðan stoppað í Staðarskála til þess að borða og þar fengum við hollan og góðan mat, sem
að stelpunum fannst þó misgóður. Ferðinni var síðan haldið áfram og við vorum komin á gististaðinn okkar, Ársel,
rétt fyrir miðnætti. Þegar þangað var komið fóru stelpurnar að taka sig til fyrir svefninn, enda langur og erfiður dagur framundan.
16.01.2011
Sama dag og haldið var upp á 83. ára afmæli KA með glæsibrag tók 3. flokkur kvenna í KA/Þór á móti ÍR
stúlkum.
09.01.2011
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu gegn FH tvo leiki um helgina. Á laugardeginum var bikarleikur og leikur í deildinni á sunnudeginum.
Laugardagsleikurinn spilaðist svipað og leikirnir hjá 3. flokk hingað til. Sókn og vörn ágæt en mikið vantaði upp á baráttu og
sigurvilja. Stemmingin í liðinu lítil og leikmenn að spila langt undir getu. Markverðir liðsins fundu sig engan veginn og þegar vörnin var að
spila ágætlega virtust FH stelpur getað skorað úr nánast hvaða færi sem þær fengu. Hálfleikstölur voru 12-17 fyrir FH og
ljóst að mikið þyrfti að breytast í seinni hálfleiknum.
07.01.2011
KA/Þór mætir FH í tveim leikjum í 3. flokki kvenna um helgina. Á laugardaginn klukkan 12:30 eigast liðin við í bikarkeppninni og fer sá
leikur fram í Íþróttahöllinni.
Á sunnudaginn mætast liðin svo aftur en sá leikur er liður í Íslandsmótinu og fer sá leikur fram klukkan 11:00 og verður hann í
KA-heimilinu.
07.01.2011
Á morgun, laugardag var fyrirhugaður leikur KA/Þór gegn Fylki í 2. deild meistaraflokks kvenna. Nú hefur Fylkir tilkynnt að félagið hyggist ekki
mæta í leikinn og er KA/Þór því dæmdur 10-0 sigur í leiknum. Þetta mun vera í fjórða skipti í vetur sem lið
mætir ekki hingað norður til leiks samkvæmt mótaskrá í þessari deild og er háttarlag og framkoma þessara liða gjörsamlega
ólíðandi.
07.01.2011
Tilkynning frá handknattleiksdeild.
Vegna óveðurs og ófærðar í bænum falla allar æfingar niður hjá yngri flokkum í handbolta í dag, föstudaginn 7.
janúar.
Unglingaráð handknattleiksdeildar.
30.12.2010
Í lok árs er gott að staldra við og gera upp liðið ár, bæði til að sjá hvað var vel gert og eins til að skoða hvort
eitthvað megi betur fara hjá Handknattleiksdeildinni.
Hápunktur síðasta árs var án efa Íslandsmeistaratitill í 3.fl.karla. Liðið sigldi gegnum veturinn án verulegra erfiðleika, en
þó sérstaklega frá áramótum. Strákarnir stóðu sig frábærlega undir stjórn Jóhanns Gunnars og Sævars
þjálfara sinna. Aðrir flokkar stóðu sig á viðunandi hátt og árangur verður ekki alltaf mældur út frá titlum heldur
iðkendafjölda og góðu starfi og góðum anda í hverjum flokki.