KA/Þór: Meistaraflokkur kvenna og 3.fl. kvenna leika 5 leiki fyrir sunnan um helgina

Nóg að gera hjá KA/Þór um helgina. Meistaraflokkur leikur þrjá leiki, fyrst gegn Fylki kl. 21:00 á föstudag í Fylkishöll.   Á laugardaginn klukkan 12:00 gegn Val í Vodafone höllinni og loks gegn HK í Fagralundi á sunnudaginn kl.12:30.

3. flokkur leikur tvo leiki: Gegn Fram í Framhúsi á laugardag kl. 13:30 og gegn Fylki í Fylkishöll á sunnudag kl. 11:00.
Við treystum því að stelpurnar eigi öflugt stuðningsfólk á höfuðborgarsvæðinu!