Næstkomandi helgi er bikarúrslitahelgi HSÍ. Akureyringar eiga tvö lið í úrslitum þetta árið. Lið Akureyri Handboltafélags í meistaraflokki karla og KA í 3. flokki karla. 3. flokks strákarnir okkar, undir stjórn Einvarðar Jóhannssonar, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna í undanúrslitum 35-28.
Nú er næsta verkefni úrslitaleikurinn og eru andstæðingarnir lið Vals. Leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 27. febrúar klukkan 15:00. Það er því tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi ef menn eru í höfuðborginni, hvetja Akureyri Handboltafélag á laugardaginn kl. 16:00 og KA á sunnudaginn kl. 15:00
Strákarnir munu örugglega standa fyrír sínu um helgina.
Fyrir þá sem ekki
verða í Reykjavík má benda á að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu http://www.sporttv.is/ frábært framtak hjá SportTV.is en þeir sýna alla bikarúrslitaleiki yngri flokka
í beinni útsendingu.
Jónatan kom með bikarinn norður árið 2004 - kemur Heimir með hann 2011?
Allar upplýsingar um leik Akureyri Handboltafélags má finna á http://akureyri-hand.is/bikarurslit2011/