Handboltastelpur úr KA/Þór í landsliðsúrtaki

Þrjár stelpur úr KA/Þór hafa verið valdar í landsliðsúrtak í U-15 ára landsliðið, það eru þær Arna Kristín Einarsdóttir, Birta Fönn Sveinsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir. Liðið æfir í Mýrinni í Garðabæ dagana 18.-20. apríl undir stjórn Díönnu Guðjónsdóttur og Unnar Sigmarsdóttur.

Þess má geta að þessar stelpur eru nýbakaðir deildarmeistarar í annari deild með KA/Þór og framundan er úrslitakeppni Íslandsmótsins. Það er því nóg að gera næstu vikurnar hjá þeim stöllum og óskum við þeim til hamingju með góðan árangur.


Arna Kristín, Birta Fönn og Hulda Bryndís eru hér gulklæddar í aftari röðinni.