KA/Þór Íslandsmeistari 2.deildar kvenna

Á laugardaginn varð KA/Þór Íslandsmeisari í 2. deild kvenna en stelpurnar tryggðu sér titilinn með því að sigra Stjörnuna 34-31 í hörkuspennandi úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu í Strandgötu.
Deginum áður lögðu KA/Þór stelpurnar Víkinga í undanúrslitum 29-20.
Þetta er frábær árangur hjá stelpunum okkar sem urðu í 2. sæti í deildarkeppninni í 2. deild í vetur. 
Til hamingju Martha þjálfari og co.
Endanlega röð liðanna varð því þannig:
1. KA/Þór
2. Stjarnan
3. Víkingur
4. Fjölnir/Afturelding