Kolbrún Gígja í landsliðshópnum sem keppir í Serbíu

Guðríður Guðjónsdóttir og Ómar Örn Jónsson, þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik, hafa tilkynnt 16 manna landsliðshópinn sem heldur til Serbíu og tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins dagana 22.-25. apríl. Meðal þessara sextán leikmanna er Kolbrún Gígja Einarsdóttir leikmaður KA/Þórs.


Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Birna Berg Haraldsdóttir, Fram
Gerður Arinbjarnar,HK
Heiðdís Guðmundsdóttir, FH
Heiðrún Björk Helgadóttir, HK
Hildur Guðmundsdóttir, Stjarnan
Indíana Nanna Jóhannsdóttir, Fylkir
Karen Helga Sigurjónsdóttir, Haukar
Kolbrún Gígja Einarsdóttir, KA/Þór
Rakel Jónsdóttir, Fjölnir/Afturelding
Salka Þórðardóttir, HK
Silja Ísberg, ÍR
Steinunn Snorradóttir, FH
Tinna Soffía Traustadóttir, Fylkir
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK
Viktoría Valdimarsdóttir, Haukar
Þorgerður Atladóttir HK73