Akureyri deildarmeistarar eftir sigur á HK

Akureyri tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með þriggja marka sigri á HK 29-32. Eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem hálfleiksstaðan var 11-21 slökuðu menn óheyrilega mikið á og hleyptu HK inn í leikinn aftur en HK náði að minnka muninn niður í eitt mark 27-28 áður en meistararnir spýttu í aftur og tryggðu sigurinn.

Mörk Akureyrar:
Oddur Gretarsson 9, Guðmundur Hólmar Helgason 7, Bjarni Fritzson 5, Daníel Einarsson 5, Heimir Örn Árnason 4, Halldór Logi Árnason 1 og Hörður Fannar Sigþórsson 1.
Í markinu varði Sveinbjörn Pétursson 23 skot.



Fyrsti titillinn í höfn og fagnað í leikslok